Sigur Álaborgar gerir það að verkum að liðin mætast í oddaleik á laugardaginn næstkomandi sem mun skera úr um hvort liðið verður danskur meistari þetta tímabilið.
Fyrsta leik liðanna lauk með eins marks sigri GOG og mætti leikmenn Álaborgar tilbúnir í alls konar bardaga í leik dagsins.
Þegar flautað var til hálfleiks var Álaborg sex mörkum yfir, 20-14.
Þessi öflugi fyrri hálfleikur lagði grunninn að góðum sigri Álaborgar því minnst fór munurinn niður í þrjú mörk milli liðanna í seinni hálfleik.
Svo fór að Álaborg vann fimm marka sigur, 34-29, og er spennan því í algleymingi fyrir oddaleik liðanna.