Mótaraðirnar tvær skrifuðu í dag undir samning þess efnis að PGA og LIV sameinist í eitt og sama gróðafyrirtækið. Enn á eftir að ákveða nafn á sameinaða fyrirtækið, en samningurinn felur í sér að Evrópumótaröðin, DP World Tour, sameinast mótaröðunum einnig.
PGA Tour 🤝 LIV Golf
— BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2023
The rival circuits have agreed a shock deal to merge ending the split in golf 😲#BBCGolf
LIV-mótaröðin er fjálmögnuð af opinbera sádiarabíska fjáfestingasjóðnum PIF (e. Saudi Arabia Public Investment Fund), sem á einnig stærstan hluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle.
Mótaröðin hefur þurft að standa í ýmsum málaferlum við PGA-mótaröðina undanfarna mánuði, en samruni mótaraðanna tveggja þýðir að þau verða öll felld niður.
Í umfjöllun bandaríska miðilsins CNBC kemur fram að fjárfestingasjóðurinn PIF sé tilbúinn að reiða fram milljarða dollara í nýju mótaröðina, en ekki kemur þó fram hversu háa fjárhæð um ræðir.