Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2023 20:31 Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir á Selfossi og Hilda hafa verið mjög duglegar að æfa sig síðustu daga á Selfossi með aðstoð tveggja þjálfara. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna. Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árborg Hundar Dýr Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari á Selfossi hefur verið í miklu æfingaprógrammi með Hildu síðustu daga á Selfossi með tveimur þjálfurum, íslenskum og frá Svíþjóð. Þjálfunin snýst mikið um það að fara yfir gangbrautir, ganga niður tröppur, fara í verslun með Hildur og þess háttar. Á meðan Hilda er með beislið á sér þá er hún í vinnunni og þá á alveg að láta hana vera, en þegar beislið er tekið af henni er hún frjálsari og þá má klappa henni með leyfi Ásdísar. „Ég er með augnsjúkdóm, sem stuðlar að því að sjónsviðið dregist alltaf meira og meira saman þannig að ég er mjög þröngsýn. Hilda hjálpar mér þá töluvert að komast áfram því ég á rosalega erfitt með að rata og að finna kantana, finna hvar göturnar eru og svo ekki sé minnst á að finna hvar hurðirnar eru, þannig að þetta er mikil hjálp fyrir mig,“ segir Ásdís. Hún segir að Hilda séu augun sín. „Já, það má segja það en það er auðvitað ég, sem ákveð hvert við förum og hún hjálpar mér að komast áfram.“ Ásdís og Hilda að versla saman í Krónunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásdís segir frábært hvað þjálfunin með Hildu hefur gengið vel og hvað íbúar á Selfossi hafa tekið þeim vel, allir taka tillit til þeirra og hafa sýnt þeim mikla væntumþykju. Hilda kemur frá Svíþjóð og hefur fengið sérstaka þjálfun þar og þess má geta að hún verður tveggja ára á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Allir hundar eru magnaðir en þessir eru sérstakir. Þetta eru alveg einstakar skepnur og sinna hlutverki sínu mjög vel,“ segir Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar. Björk segir að fullþjálfaður leiðsöguhundur kosti á bilinu fimm til sex milljónir króna. „Svo er að koma í ágúst einn í viðbót, sem bætist þá við og verðum sá fimmtándi, sem við tökum inn,“ segir Björk. Björk Arnardóttir, leiðsöguhundaþjálfari Sjónstöðvarinnar, Sara Haraldson þjálfari frá Svíðþjóð og þær Ásdís Evlalía og Hilda að gæða sér á kaffisopa í nýja miðbænum á Selfossi eftir eina æfinguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.
Árborg Hundar Dýr Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira