Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár.
Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL.
Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor.
— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023
Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv
Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti.
Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan.
Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1
— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023