Fær James Harden ofursamning hjá Houston Rockets? Siggeir Ævarsson skrifar 13. júní 2023 18:01 Harden vill sækja salt í grautinn Scott Taetsch/Getty Images Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum. Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum. NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum.
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira