Eitt sláturhús á Íslandi gasar svín Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:18 Málið hefur vakið mikla hneykslan í Bretlandi enda virðist dauðastríðið taka margar mínútur. Skjáskot/Pignorant Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína. „Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi. Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Sláturhúsið stefnir á að hætta með gasdeyfinguna í framtíðinni en eins og er þá er þetta það besta sem er í boði,“ segir Thelma. Ekki er gefið upp hvaða sláturhús notar gasdeyfingu. Húsin hér á landi eru á Selfossi, á Kjalarnesi og tvö á Akureyri. Breska blaðið The Guardian birti nýlega myndband úr falinni myndavél í banaklefa svínasláturhúss þar sem gas var notað. Hefur myndbandið valdið hneykslan í ljósi þess hversu langan tíma aflífunin tók og hversu hrædd dýrin virðast vera. Margra mínútna dauðastríð Myndbandið var tekið í sláturhúsi í bænum Ashton-under-Lyne nálægt Manchester borg í febrúarmánuði árið 2021. Var upptakan gerð fyrir heimildarmynd sem heitir Pignorant. Talið er að 88 prósent allra breskra svína séu aflífuð með þessum hætti. Á bilinu fimm til sex svín eru sett inn í banaklefann og gasinu er skrúfað frá. Aðgerðin tekur nokkrar mínútur og svínin virðast ærast af hræðslu og óþægindum. Gasið sjálft er í raun deyfingin áður en dýrin eru blóðguð en á myndbandinu virðist sem sum séu enn þá með meðvitund þegar þeim er skóflað úr klefanum. Forsvarsmenn viðkomandi sláturhúss, Pilgirm´s Pride, hafa neitað því að svara fyrirspurnum um málið. „Það er ekkert sem bendir til þess að myndbandið sé tekið í okkar húsi, þess vegna væri það óviðeigandi af okkur að bregðast við þessu,“ segir talsmaður. Þrjú sláturhús nota rafmagn Í 21. grein laga um dýravelferð segir: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör. Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.“ Thelma segir aflífunaraðferð með gasi, eða það er að segja gasdeyfingu fyrir blóðgun, samrýmast lögunum. Einnig Evrópureglugerð um vernd dýra við aflífun þar sem þessi aðferð sé viðurkennd. Ekki er leyfilegt að aflífa dýr án deyfingar hér á landi. Í hinum þremur sláturhúsunum er notuð svokölluð rafdeyfing, það er að rafklemma er sett af höfuð dýrsins sem gerir það samstundis meðvitundarlaust. Að sögn Thelmu er ekki heppilegt að nota pinnabyssu á dýrin. Svín séu hjarðdýr og ekki básum. Því geti verið vandasamt að hitta á réttan stað. Vandasamt verk „Þetta er talin besta aflífunaðferðin fyrir svín,“ segir Thelma um gasdeyfinguna en þetta sé þó vandasamt verk. „Það þarf að vera réttur styrkur á gasinu og tíminn þarf að vera réttur. Svo erum við með dýralækna sem fylgjast með hvort dýrin séu deyfð nógu mikið þegar þau eru blóðguð.“ Fjögur svínasláturhús eru starfrækt á Íslandi. Þrjú nota rafmagn og eitt gas við aflífun.Getty Hægt er að nota ýmsar gastegundir við slátrunina. Hér á Íslandi sé koltvísýringur notaður, rétt eins og í myndbandinu. Styrkurinn megi ekki vera of hár því þá verður gasið mjög ertandi. „Ef þetta er gert á rangan hátt getur þetta verið ertandi og mjög óþægilegt fyrir dýrin,“ segir Thelma. Thelma hefur séð myndbandið og segir það ekki endilega lýsandi fyrir svínaslátrun alls staðar. Hún hafi sjálf verið viðstödd svínaslátrun og séð myndbönd frá öðrum löndum, til dæmis Danmörku og Ástralíu. Það sé mjög misjafnt hvernig að þessu sé staðið. „Við höfum ekki fengið nein frávik frá þessu sláturhúsi eftir að þessi aðferð var tekin upp,“ segir Thelma um íslenska sláturhúsið. Jafn framt að dýralæknar fylgist með aflífun á hverjum degi.
Dýr Dýraheilbrigði Svínakjöt Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira