Leik lokið: Danmörk - Norður Írland 1-0 | Danir á toppinn í H-riðli Jón Már Ferro skrifar 16. júní 2023 21:10 Christian Eriksen. ars Ronbog/Getty Images Eftir óvænt tap í Kasakstan mátti Danmörk ekki við því að tapa stigum á heimavelli í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. N-Írar mættu til Kaupmannahafnar í von um að lyfta sér upp fyrir Dani í H-riðli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Danir mörðu sigur í leiknum 1-0 með marki frá Jonas Wind í upphafi seinni hálfleiks. Með sigrinum löguðu Danir stöðu sína í riðlinum töluvert til og eru efstir sem sakir standa með sex stig eftir þrjá leiki. Það er þó áfram allt í járnum því Kasakstan, Finnland og Slóvenía eru einnig öll með sex stig. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Eftir óvænt tap í Kasakstan mátti Danmörk ekki við því að tapa stigum á heimavelli í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. N-Írar mættu til Kaupmannahafnar í von um að lyfta sér upp fyrir Dani í H-riðli en varð ekki kápan úr því klæðinu. Danir mörðu sigur í leiknum 1-0 með marki frá Jonas Wind í upphafi seinni hálfleiks. Með sigrinum löguðu Danir stöðu sína í riðlinum töluvert til og eru efstir sem sakir standa með sex stig eftir þrjá leiki. Það er þó áfram allt í járnum því Kasakstan, Finnland og Slóvenía eru einnig öll með sex stig.
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn