Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. júní 2023 13:00 Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira