Óvíst hvort að óligarki fái að flytja vikur frá Mýrdalssandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. júní 2023 16:46 Fyritæki Kretinskí vill flytja gríðarlegt magn vikurs frá Mýrdalssandi til sementsgerðar í Evrópu. Egill Aðalsteinsson, Getty Skipulagsstofnun hefur birt mjög neikvæða umsögn um vikurflutninga frá Mýrdalssandi. Eignarhald ólígarka með tengsl við Rússland og slæmt umhverfisorðspor hefur ekki verið til umræðu hjá sveitarstjórn. „Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi. Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
„Staðan er sú að Skipulagsstofnun gaf í síðustu viku út álit sitt um mat á umhverfisáhrifum. Ekki hefur verið sótt um framkvæmdaleyfi,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps um stöðuna á fyrirhuguðum vikurflutningum úr Háöldu, austan Hafurseyjar á Mýrdalssandi. „Umsagnir og álit skipulagsstofnunar verða tekin til greina ef málið kemur aftur á borð sveitarstjórnar.“ Liggur því ekkert fyrir um hvort nokkuð verði gert í sumar. Skipulagsstofnun birti sitt álit þann 6. júní. Bætist það í mikinn fjölda afar neikvæðra umsagna um framkvæmdina sem EP Power Minerals vill hefja í Háöldu. Fyrirtækið vill keyra með gríðarlegt magn vikurs, marga vörubíla á dag, í gegnum sjö sveitarfélög vestur til Þorlákshafnar til að flytja hann út til sementsgerðar. Meðal þeirra sem hafa birt neikvæðar umsagnir eru viðkomandi sveitarfélög á Suðurlandi, Umhverfisstofnun og Vegagerðin. Hefur verið bent á að efnistakan muni hafa víðtæk áhrif í 100 til 200 ár. Niðurbrot vega verði mikið með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og loftmengun töluverð. „Ef áformin ganga eftir þá mun fjöldi fólks búa við starfsemina svo kynslóðum skiptir,“ segir í áliti Skipulagsstofnunar. „Með hliðsjón af hve umfangsmikið áhrifasvæði framkvæmdarinnar er, hve margir verða fyrir áhrifum og langs tíma sem áhrifin koma til með að vara telur Skipulagsstofnun að heildaráhrif framkvæmdarinnar verði verulega neikvæð.“ Vilja byggja nýja höfn Sveitarstjórn Mýrdalshrepps setur sig ekki upp á móti efnistökunni en tekur undir að áhrif á löngum þungaflutningum til Þorlákshafnar verði slæm. Hefur hún lýst sig reiðubúna í viðræður um hafnargerð sunnan við Mýrdalssand. „Þannig mætti koma í veg fyrir veruleg neikvæð áhrif á umferð, hljóðvist og ferðamennsku með því að flytja vikurinn stystu leið með undirgöngum þar sem þvera þarf þjóðveginn,“ segir í umsögn Mýrdalshrepps. „Með slíku fyrirkomulagi væri tryggt að starfsemin skilaði sér í atvinnuuppbyggingu í heimabyggð og verðmætasköpun á efnistökusvæðinu. Enn fremur væri slíkt fyrirkomulag mun frekar í samræmi við tilgang starfseminnar um að gera ferlið sem umhverfisvænast.“ Óligarki með tengsl við Rússland Málið kom upp síðasta sumar og var ítrekað fjallað um EP Power Minerals sem þýskt fyrirtæki. Það er í sjálfu sér rétt en fyrirtækið er hins vegar í eigu tékkneska orkufyrirtækisins EPH sem starfar víða um heim. EPH er að 94 prósentum í eigu tékkneska óligarkans Daniel Kretinskí. Kretinskí auðgaðist fyrst og fremst með verslun á rússnesku gasi, verslun sem hann hefur ekki viljað leggja af. Hann er einnig stór eigandi í þýsku heildsölukeðjunni Metro sem verslar umtalsvert við Rússa eftir innrásina og vill ekki hætta. Úkraínumenn hafa lýst þessu sem beinum stuðningi við stríðsvél Rússa. Sóðaskapur Þá hefur umhverfisspor EPH ekki verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið er eitt af stærstu losendum gróðurhúsalofttegunda í Evrópu. Fyrirtækið er það eina í Þýskalandi sem hyggst brenna kolum eftir árið 2030. Kretinskí á hluti í fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, svo sem franska dagblaðinu Le Monde og enska knattspyrnuliðinu West Ham United. Einnig fyrirtæki önnur fyrirtæki sem hafa verið sökuð um umhverfissóðaskap, eins og til dæmis urðunarfyrirtækið AVE CZ. „Mér er ekki kunnugt um það hver Daníel Kretinskí er eða eignarhald hans,“ segir Einar aðspurður um hvort að eignarhald Kretinskí, umhverfisorðspor hans og tengsl við Rússland hefðu einhver áhrif á framkvæmdina á Mýrdalssandi.
Mýrdalshreppur Tékkland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Umhverfismál Skipulag Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira