Með sigrinum er Rosengård komið með 28 stig eftir 14 leiki, jafnmörg og Linköping sem eiga þó leik til góða, en liðið eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti. Piteå lúrir þar fyrir ofan, tveimur stigum á undan.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, náði að halda hreinu gegn toppliði Hacken, en liðin skildu jöfn fyrr í dag, 0-0. Kristianstad kemur í humátt á eftir toppliðunum eftir leiki dagsins, með 27 stig í 6. sæti.