Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 13:50 Starfsmenn borgarinnar hrósuðu happi yfir því að hafa komið sér undan að svara spurningum um dagvistunarvanda leikskólabarna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“ Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira