„Þegar ég var sautján ára sagði líkaminn minn stopp“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2023 07:01 Anna Guðný Torfadóttir ræddi við blaðamann um vegferð sína og ástríðu fyrir heilsusamlegu líferni. Vísir/Vilhelm „Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir heilsumarkþjálfinn og jógakennarinn Anna Guðný Torfadóttir, sem leggur upp úr því að finna aðgengilegar og auðveldar leiðir fyrir heilbrigðan lífsstíl. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra frá hennar vegferð í lífinu. Anna Guðný er alin upp í Þorlákshöfn en býr nú í bænum. Hún er einstæð móðir og á sex ára dreng sem hún segir vera sína stærstu hvatningu við að elta drauma sína. Anna Guðný segir strákinn sinn vera sína helstu hvatningu við að elta draumana sína.Vísir/Vilhelm Fann sig ekki Anna Guðný greindist með mikið fæðuóþol á unglingsárunum og segir hún lífið hafa breyst gríðarlega í kjölfarið. Hægt og rólega fór hún þó að byggja upp gott samband við líkama sinn, sem hafði ekki alltaf verið til staðar. „Þegar ég var lítil var ég á mjög rangan hátt að hugsa um að grenna mig. Ég var alltaf að búa til einhvers konar matarprógramm og var ekki beint það sem kalla mætti íþrótta barn. Vinkonur mínar voru í ýmsum boltaíþróttum en ég fór að æfa fimleika og var ekki að finna mig í því heldur var ég einhvern veginn alltaf að pína mig. Ég var oft heima hjá mér að búa til einhverjar æfingar og gerði það á svo ranga vegu því ég var með svo mikla skömm yfir því að ég þyrfti að hreyfa mig og ég yrði að pæla mikið í því hvað ég ætti að borða. Ég hafði samt enga þekkingu á því hvað var hollt og hvað var ekki. Þannig að ég man eftir þessum pælingum þegar ég var lítil út frá líkamsmynd.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Samanburðurinn skaðlegur Aðspurð hvað hún haldi að hafi kveikt á þessum hugmyndum segir Anna Guðný það líklega tengjast samanburði sem er svo algengur á þessum aldri. „Það var alltaf einhver yfirvofandi hræðsla um að verða feit, sem er svo skaðleg hugmyndafræði, og stöðugar útlitspælingar. Ég var ekki að hugsa um hvernig ég gæti orðið heilbrigt gamalmenni heldur snerist þetta bara um útlit, því miður. Þetta var þó blessunarlega ekkert sem heltók mig.“ Lífið tók svo U-beygju eftir að Anna Guðný byrjaði í menntaskóla. „Þegar ég var sautján ára þá sagði líkaminn minn stopp. Ég var með svakalega sársaukafulla magaverki og fór í kjölfarið í magaspeglun, ristilspeglun og alls konar rannsóknir en enginn fann hvað var að mér.“ Út frá því frétti Anna Guðný af náttúrulækni sem hún setti sig í samband við. „Hún setti mig í svona tæki til að skoða hvernig ástandið væri á líkamanum mínum. Út frá því kom fram að ég var með gríðarlega mikið fæðuóþol. Efst á listanum var sykur sem gerði það að verkum að áfengi var ekki í boði fyrir mig, sem og hveiti, mjólkurvörur og alls konar matartegundir sem ég átti að forðast samkvæmt henni.“ Lífið breyttist hjá Önnu Guðnýju við sautján ára aldur.Vísir/Vilhelm Andlega heilsan gjörbreyttist Hún segir þetta hafa verið mikinn skell fyrir sautján ára gamla stelpu. „Ég var vön því að fara út á lífið um helgar með stelpunum og ég upplifði mig þarna sem ótrúlega mikið fórnarlamb. Ég var ekki mjög spennt fyrir því að setjast niður og gera matarplan. Ég fann þó hægt og rólega að með því að taka út þessa fæðu sem ég var með óþol fyrir fór mér að líða mikið betur. Ég var miklu orkumeiri, meira vakandi og þurfti ekki alltaf að vera að leggja mig. Í kjölfarið leið mér svo miklu betur andlega og það var svona óvæntur vinkill á þetta hjá mér.“ Anna Guðný segir þetta þó hafa verið strembið, þar sem aðgengi að vinsælum vörum í dag á borð við möndlumjólk hafi ekki verið mikið. „Ég þurfti því að búa til ótrúlega margt sjálf, sem og ég gerði. Ég átti í miklu ástar-haturs sambandi við þetta en mér leið bara svo illa og var svo verkjuð. Ég reyndi fyrst að finna leiðir eins og að mæta með gin í vatn í partý en fórnarkostnaðurinn var svo mikill, ég varð alltaf veik eftir áfengi og fyrstu tvö árin var ég í mjög mikilli togstreitu með þetta. Ég vissi ekkert hvernig ég gæti gert þetta á heilbrigðan máta, ég hafði ekki tólin. Ég fékk bara lista yfir það sem ég mátti ekki. Ég elska nefnilega að borða og hef alltaf gert það.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Lærði að elska sig Hún fór því sjálf að leita ýmissa leiða og ástríðan kviknaði svo fyrir alvöru nokkrum árum síðar. „Þá fór ég í þerapíu sem heitir Lærðu að elska þig hjá konu sem heitir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir. Hún hjálpaði mér mikið og fór að velta upp spurningum á borð við: Afhverju ætli þú sért búin að vera að fara í gegnum þetta síðustu ár? Kannski áttu að hjálpa fólki sem er í sömu stöðu. Þá fór ég að lesa mig heilmikið til um áhrif mataræðis á líkamsstarfsemina okkar og hvernig er hægt að fyrirbyggja alls konar lífstílstengda sjúkdóma. Út frá því fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki bara svolítið áhugavert. Ég var náttúrulega búin að sjá áhrifin á mínum eigin líkama og þegar ástríðan kviknaði leit ég aldrei til baka.“ Skrýtna gellan í vinnunni Anna Guðný segir að á þessum tíma hafi fólkið í kringum hana ekki mikið verið að tengja við sig. „Ég var bara skrýtna gellan í vinnunni með chia graut í krukku og nýpressaðan grænan safa í hinni krukkunni. Það klingdi bara í krukkunum þegar ég mætti í vinnuna,“ segir hún hlæjandi og bætir við að fólki hafi þótt þetta mjög undarlegt. „En vegna þess að ég upplifði að ég væri svo ein í þessu ákvað ég að byrja með bloggið mitt, Heilsa og vellíðan. Þá gat ég fengið útrás fyrir þessu, sagt það sem ég vildi segja og byrjað að njóta mín í þessu. Því að í umhverfinu þótti þetta ekki spennandi og forvitnilegt.“ Anna Guðný hefur alltaf elskað mat og nýtur þess að búa til mat sem lætur henni líða vel. Vísir/Vilhelm Kvíðinn hafði áhrif á líkamlegu heilsuna Á unglingsárunum fór Anna í gegnum mikinn kvíða og þunglyndi sem hún skilur betur í dag. „Þegar ég lít núna til baka á tímann þar sem ég var í þessari krísu með magann minn sé ég að þetta var líka bullandi kvíði. Ég var nýflutt til Reykjavíkur úr Þorlákshöfn, var í nýjum skóla og að ganga í gegnum alls konar breytingar. Þannig að ég sé alveg hvernig þetta spilast saman. Mér finnst það hafa komið hvað mest í ljós þegar ég fór í heimsreisu með fyrrverandi kærastanum mínum. Þá var ég alveg ótrúlega kvíðin yfir því hvernig ég ætti að geta borðað úti í heimi rétta fæðu sem hentaði mér. Ég var búin að gera massa strangt mataræði hér heima áður en ég fór og passaði að taka réttu bætiefnin. Svo þegar að ég kem út þá er ég ekki í þessum hraða og stressi eins og hér heima.“ Anna Guðný elskar að vera á Balí.Aðsend Hún segist hafa verið algjörlega í nú-inu á þessum tíma. „Ég var bara að hugsa um að það væri sól og velja á hvaða stönd við ættum að fara. Það var bara ekkert stress og þá gat ég allt í einu leyft mér pizzu og alls konar mat sem ég gat ekki leyft mér heima án þess að verða veik af því. Þá sá ég svo skýrt hvað andlega hliðin spilar veigamikið hlutverk og ég hef alveg séð það á sjálfri mér hvað það hefur mikil áhrif ef ég er mjög stressuð. Mataræði vinnur á móti kvíðanum og með því að vinna í kvíðanum, eins og að til dæmis hugleiða, þá get haft jákvæð áhrif á meltinguna hjá mér. Þetta er svo ótrúlega heildrænt.“ Langar í það sem er gott fyrir líkamann Það skipti sköpum fyrir Önnu Guðnýju að finna réttu tólin fyrir andlegu heilsuna hjá sér, sérstaklega þar sem hún gat upplifað mikinn kvíða við það að henni gæti farið að líða illa í maganum. „Í dag veit ég að öll líðan mín veltur alveg góð 70% á andlegu heilsunni. Ef ég er góð andlega get ég leyft mér alls konar í matnum og ég er ekkert að stressa mig um of á því hvað gerist. Í dag finn ég ekki fyrir þessum svakalegu verkjum, ég er í miklu betra jafnvægi og kann miklu meira að lesa í líkamann minn. Besta er að mig langar heldur ekki í það sem ég veit að er slæmt fyrir mig, sem ég kreivaði áður. Ég kann núna að búa til hrákökur og mitt eigið súkkulaði og mín eigin trít sem ég elska mest. Ég er búin að fatta að mig langar ekki lengur í það sem fer illa í mig því það er eins og það sé engin lyst fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Bloggsíðan mikilvæg útrás Hún segir að það hafi gert mikið fyrir sig að vera með bloggsíðuna sína. „Ég fann bara hvað mig langaði að dreifa þessu áfram og geta hjálpað fólki sem var að ganga í gegnum svipaða hluti. Líka það að finna svona sterkt á eigin líkama hvað matur hafði mikil áhrif á heilsuna mína. Ég fann bara bein tengsl á milli þess að prófa að borða eitthvað ákveðið og fá þá til dæmis verki í liðina á meðan að þegar ég borðaði eitthvað annað fann ég hvað mér leið vel.“ Hún segist hafa góðlátlega reynt að hafa áhrif á fólkið í kringum sig. „Ég fór að verða smá eins og biluð plata við fjölskylduna mína. Í kringum jólin gaf ég alltaf bækur um mataræði eða andlega heilsu og var stöðugt að reyna að koma uppbyggilegum skilaboðum áleiðis,“ segir hún hlæjandi. Fann sig að lokum Anna Guðný tók sinn tíma í að finna sig og skoða hvaða möguleikar væru í boði í starfi. „Mig langaði á tímabili að verða læknir en fattaði svo að mig langar ekki að læra hefðbundnar lækningar heldur langaði mig að gera hlutina öðruvísi. Ég reyndi tvisvar að komast inn í læknisfræðina en komst ekki inn og var eftir á svo fegin.“ Hún fór svo til Danmerkur í næringar-og heilsu nám sem henni fannst svo ekki eiga við sig. „Eftir að hafa kynnt mér mataræði í svona mörg ár fannst mér áherslurnar rangar í náminu og mjög afmarkaðar.“ Hún hætti því, flutti aftur til Íslands og eignast þá son sinn. „Við meðgönguna varð ég vegan því ég missti alla lyst á dýraafurðum. Í meðgöngunni fór ég að einblína á að borða enn hreinna og þá fyrst náði ég beinu brautinni. Því mjólkurvörur og þessar dýraafurðir voru helstu fæðutegundirnar sem ég var svona að detta í og upplifa verki út frá.“ Anna Guðný tók sér tíma til að finna hvað það var sem hana langaði virkilega að gera í lífinu og elti svo drauminn.Vísir/Vilhelm Stuðningsríkur bróðir Í fæðingarorlofinu fær Anna Guðný svo örlagaríkt símtal frá bróður sínum. „Hann spyr mig hvað það sé sem mig langi að gera í lífinu. Þetta var búið að vera svona smá sería af mistökum hjá mér, ég komst ekki inn í læknisfræðina, fer til Danmerkur í nám og er svo ekki að tengja við það. Þá átta ég mig á því að það væri bara eitt nám sem mig langaði alltaf í, sem var heilsumarkþjálfun. Það kostaði mikið, var kennt í gegnum Internetið og mér leið eins og það væri eitthvað minna marktækt á þeim tíma, í kringum 2017. En bróðir minn borgaði námið fyrir mig og þegar ég byrjaði fór ég fyrst að blómstra almennilega í námi. Ég fór að tengja svo mikið við allt sem var verið að kenna mér og það var svo gaman að mér leið ekki eins og ég væri í námi. Allir kennarar og fyrirlesarar voru einstaklingar sem ég var búin að lesa bækur eftir á undanförnum árum og leit upp til.“ Gat aldrei sagt nei Eftir námið og Lærðu að elska þig þerapíuna segist Anna Guðný hafa umbreyst. „Þá fer ég loksins að öðlast trú á sjálfri mér og fór að taka til hjá sjálfri mér með því að hugsa um hvað er að næra mig og hvað ekki.“ Anna Guðný segist aldrei hafa haft trú á sjálfri sér á sínum yngri árum. „Ég sagði aldrei nei. Ef vinkonur mínar fóru að djamma þá fór ég bara með, óháð því hvort ég væri peppuð fyrir því. Ég stóð aldrei með sjálfri mér. Þegar ég var í grunnskóla þá var ég alltaf með tyggjó í vasanum bara til að gefa fólki tyggjó sem gæti vantað það,“ segir hún hlæjandi. „Ég var alltaf að gefa, það er mjög lýsandi fyrir mig á þessum tíma. Ég var alltaf tilbúin að skutlast og græja og gera en ég var aldrei eitthvað svona að staldra við og hugsa vil ég gera þetta? Er þetta ég?“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Á þessum tíma hafði hún ekki hugmynd um það hver hún var. „Maður er auðvitað svo óöruggur á þessum aldri og hugsar bara já ég á örugglega að klæða mig svona eða þetta er að trenda núna og ég verð að fylgja því. Ég var bara með mjög lágt sjálfsálit og fór mikið út á lífið til að reyna að sækja mér sjálfstraust, sem er sorglegt að hugsa um í dag. Ég var alveg gríðarlega feimin, ég gat aldrei talað fyrir framan bekkinn minn og í framhaldsskóla þá grátbað ég kennarana um að fá að halda fyrirlestra fyrir þá eina. Ég var alltaf með fram veggjum og við þessa þerapíu breyttist bara allt. Ég gat allt í einu staðið brött og sagt: Ég er Anna Guðný og ég ætla að skrifa bloggfærslu. Mér var alveg sama hvað fólki fannst, til dæmis frá Þorlákshöfn. Það getur alveg verið erfitt þegar maður kemur úr litlu þorpi. Það er svo auðvelt að hugsa bara ó nei, hvað ætli þau haldi um mig? En mér var bara orðið það mikið sama og leið það vel í sjálfri mér að ég hugsaði bara eff it, ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt. Það var rosalega stór U-beygja í mínu lífi.“ Heildræna nálgunin mikilvæg Anna Guðný ákvað því að læra líka að vera kennari í þessari sömu þerapíu sem hafði breytt svo miklu fyrir hana. „Þannig að ég er oft með kúnna í því og þetta er sjálfstyrkingar prógramm þar sem ég skipulegg alls kyns verkefni og fróðleik.“ Það sem Önnu Guðnýju finnst hvað áhugaverðast er að nálgast hlutina á heildrænan hátt og hugsa um að næra ólíka þætti. „Ég er bara búin að læra sjálf að það er ekki nóg að einblína bara á líkamlega eða andlega heldur verður þetta að vera þessi heildræna nálgun á lífið, allt hefur áhrif hvert á annað. Ég er búin að tvinna þetta svolítið saman við það sem ég er að gera í dag og hef sjálf búið til þrjú netnámskeið, þar sem ég býð sem dæmi upp á kúrs um mataræði og uppskriftir,“ segir Anna Guðný og bætir við að hún geti ómögulega sofið á hugmyndum. Hún sé hvatvís og verði einfadlega að kýla á hlutina. Mín sýn er ekki að allir fari á eitthvað afmarkað mataræði því að við verðum alltaf að geta lesið í líkamann okkar og finna hvað hentar okkur best hverju sinni. Maður veit aldrei hvað getur kallað á mann þegar maður er í góðri tengingu við líkamann. Þegar ég var ólétt af stráknum mínum langaði mig stöðugt í appelsínur og þá fann ég hvað líkamann vantaði C vítamínið. Ég gæti aldrei gert matarprógramm langt fram í tímann fyrir sjálfa mig því að er háð til dæmis svefni, stað í tíðahringnum, hvaða hreyfing kallar á mig þann daginn og þar fram eftir götum.“ Anna Guðný fór í jógakennaranám til Balí sem henni fannst ómetanlegt.Aðsend Heillaðist algjörlega af Balí Frá því að Anna Guðný heimsótti Balí fyrst fann hún mikla tengingu við staðinn. „Í fyrra ákvað ég að fara í jógakennaranám í mánuð þar sem þú stundaðir jóga allan daginn, frá sex á morgnanna til átta um kvöldið. Ég elska Balí svo mikið, þegar ég fór þangað fyrst upplifði ég einhverja mestu tengingu við innsæið mitt sem ég hef fundið án þess að hafa fyrir því. Við ætluðum að ferðast en ég fann að ég vildi bara vera á einum stað í rólegheitum. Svo byrjaði ég bara að skrifa niður óragrynni af hugmyndum þar sem ég ákvað meðal annars að hætta í dagvinnunni minni og búa til vettvang fyrir ástríðuna mína gagnvart heildrænni heilsu. Í dag hef ég lesið þessi skrif og get tjékkað í eiginlega öll boxin af þeim markmiðum sem ég setti mér. Maður finnur alveg stórkostlega og yndislega tengingu við sjálfa sig þarna. Balí búar eru líka svo afslappaðir, það er svo mikil virðing ríkjandi og jafningjakærleikur og orkan þarna er engri lík. Mér líður svo ótrúlega öruggri þarna og ég upplifi aldrei neina hræðslu. Svo er heilsusamlegi maturinn þarna flæðandi út um allt, þannig að þetta er paradís fyrir mig. Ég verð bara stressuð hvort ég nái ekki örugglega að smakka allt sem mig langar til að smakka,“ segir Anna Guðný og skellir upp úr. View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Ásamt jóganu elskar Anna Guðný að fara út að hlaupa en segir það ekki eitthvað sem hún geri alla daga. „Jógað er fullkomin leið fyrir mig til þess að tengjast betur inn í líkamann minn og vega upp á móti daglegu stressi, því ég get alveg farið fram úr mér í að ætla að gera allt. Fyrr á árinu fór ég til Balí og fékk að vinna að retreat-i úti ásamt tveimur öðrum stelpum í sjálfsvinnugeiranum. Við vorum með fyrirlestra og ég sá um jóga líka. Það var mjög gaman, að fara í svona vinnuferð til Balí.“ Jafnvægið og tengingin við sjálfið Anna Guðný hefur sjálf verið með svokölluð retreat hér heima. Síðustu helgi hélt hún slíkt í Hvammsvík þar sem gestir gátu komið yfir helgi og kúplað sig út úr daglegu amstri. „Ég sá um allan matinn sem þær borðuðu, gaf þeim kakó, leiddi jóga og var með vinnuhefti alla helgina. Það skiptir mig máli að þær gætu komið heim aftur með réttu tólin til að gera það mesta úr upplifuninni. Þessi retreat eru eiginlega svona það stærsta sem ég er í núna samhliða netnámskeiðunum mínum og næsta verður einmitt hjá mér 29. september til 1. október í Borgarfirði Eystra. Þetta snýst um að hjálpa fólki að komast aðeins út úr ofsahraðanum í daglegu lífi og stilla aftur inn á við, sjá hvað er að henta og hvað er ekki að henta. Hvernig við getum aukið jafnvægi og vellíðan í lífinu án þess að vera með svaka prógramm.“ Engar öfgar Hún segir auðvelt að halda að heilbrigður lífsstíll verði að vera öfgakenndur en svo sé ekki raunin. „Flestir halda að ég sé vöknuð eldsnemma alla daga til að hugleiða og pressa mér svo grænan safa, en það er alls ekki þannig. Það er algjörlega hægt að lifa heilbrigðum lífsstíl á einfaldan hátt og að vera ekki að setja svona mikla pressu á það. Við sjáum náttúrulega svo mikla glansmynd á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og höldum kannski að þessi manneskja sem við erum að skoða lifi svo ótrúlega heilbrigðu og flottu lífi því hún er alltaf að hugleiða og með grænan safa og hugsum þá ég mun aldrei komast þangað. En þetta snýst bara um að fá sér kannski tvo ávexti til viðbótar á dag eða setja meira af grænmeti á diskinn sinn, fara aðeins oftar út í náttúruna í göngutúr eða skella sér í sund ef það lætur þér líða vel. Það er mín ástríða núna að hjálpa fólki að gera aðeins meira af því sem lætur okkur líða vel. Þetta er nefnilega ekkert svo flókið og um leið og þú sleppir tökunum á hugmyndinni um að þetta þurfi að vera flókið þá er miklu auðveldara að sjá það.“ Vill meira af sjálfsást og sjálfsvirðingu Hún segir mikilvægt að losa sig algjörlega við óraunhæf markmið. „Eins og að fara sjö sinnum í viku út að hlaupa og líða svo eins og maður sé ómögulegur því maður fylgdi því ekki eftir. Kannski er líkaminn þinn að segja við þurfum bara að fara í bað. Við verðum að koma fram við okkur af miklu meiri ást og virðingu og mæta okkur oftar þar sem við erum. Mér finnst að við ættum að hugsa meira um okkur eins og við séum með nýfætt barn. Við erum alltaf að lesa í ungabörn og hugsa hvað þau þurfa, eins og að fara út í göngutúr, sofa eða hvað sem er. Ef við myndum bara sýna okkur þá hlýju, vakna á morgnana og hugsa nýr dagur, ný tækifæri, hvernig líður mér?“ Anna Guðný segist þess vegna reyna að drekka kakó alla morgna og nýtir þá stund til að fara yfir það hvernig henni líður þann daginn. „Stundum finn ég að ég þarf útrás og þá fer ég út að hlaupa. Það gerist líka mjög oft að ég finn að ég þarf að komast út úr borginni og þá keyri ég bara út úr borginni og finn einhvern stað þar sem ég sest til dæmis niður að skrifa sem ég þarf að losa út. Annað hvort geymi ég það eða brenni það bara, fer í vatn, hreinsa mig og finn að ég er til í daginn.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Hugsa eins og við séum lítil börn Anna Guðný segir mikilvægast að fólk mæti sér með kærleika og ekki með refsingu eða afmörkuðu plani. „Það eru margir sem kannski leita að stuttu og tímabundnu lausninni en það gerir svo mikið fyrir okkur að hugsa aðeins lengra, hvað myndum við gera fyrir lítið barn? Myndum við ekki vilja gera það fyrir okkur sjálf og viljum við ekki dafna vel í lífinu? Sjálfsást er það að þú elskar þig svo mikið að þú vilt hugsa sem allra best um þig.“ Anna Guðný fer með sanni eigin leiðir í lífinu og lætur ekkert stoppa sig við að lifa því til hins fyllsta. „Strákurinn minn er mín stærsta hvatning til þess að elta mína drauma og skapa það líf sem ég óska fyrir okkur. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Það er frekar mikið hark að vera ein á leigumarkaði með barn samhliða því að byggja upp eigin rekstur. En ástríðan mín er svo mikil að ég myndi aldrei geta lokað á hana og farið að gera eitthvað annað. Það að hjálpa fólki að öðlast meiri frið innra með sér og lifa lífinu í meira jafnvægi og lífsgleði er eitt það dýrmætasta sem ég veit. Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir Anna Guðný að lokum. Geðheilbrigði Heilsa Jóga Matur Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Anna Guðný er alin upp í Þorlákshöfn en býr nú í bænum. Hún er einstæð móðir og á sex ára dreng sem hún segir vera sína stærstu hvatningu við að elta drauma sína. Anna Guðný segir strákinn sinn vera sína helstu hvatningu við að elta draumana sína.Vísir/Vilhelm Fann sig ekki Anna Guðný greindist með mikið fæðuóþol á unglingsárunum og segir hún lífið hafa breyst gríðarlega í kjölfarið. Hægt og rólega fór hún þó að byggja upp gott samband við líkama sinn, sem hafði ekki alltaf verið til staðar. „Þegar ég var lítil var ég á mjög rangan hátt að hugsa um að grenna mig. Ég var alltaf að búa til einhvers konar matarprógramm og var ekki beint það sem kalla mætti íþrótta barn. Vinkonur mínar voru í ýmsum boltaíþróttum en ég fór að æfa fimleika og var ekki að finna mig í því heldur var ég einhvern veginn alltaf að pína mig. Ég var oft heima hjá mér að búa til einhverjar æfingar og gerði það á svo ranga vegu því ég var með svo mikla skömm yfir því að ég þyrfti að hreyfa mig og ég yrði að pæla mikið í því hvað ég ætti að borða. Ég hafði samt enga þekkingu á því hvað var hollt og hvað var ekki. Þannig að ég man eftir þessum pælingum þegar ég var lítil út frá líkamsmynd.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Samanburðurinn skaðlegur Aðspurð hvað hún haldi að hafi kveikt á þessum hugmyndum segir Anna Guðný það líklega tengjast samanburði sem er svo algengur á þessum aldri. „Það var alltaf einhver yfirvofandi hræðsla um að verða feit, sem er svo skaðleg hugmyndafræði, og stöðugar útlitspælingar. Ég var ekki að hugsa um hvernig ég gæti orðið heilbrigt gamalmenni heldur snerist þetta bara um útlit, því miður. Þetta var þó blessunarlega ekkert sem heltók mig.“ Lífið tók svo U-beygju eftir að Anna Guðný byrjaði í menntaskóla. „Þegar ég var sautján ára þá sagði líkaminn minn stopp. Ég var með svakalega sársaukafulla magaverki og fór í kjölfarið í magaspeglun, ristilspeglun og alls konar rannsóknir en enginn fann hvað var að mér.“ Út frá því frétti Anna Guðný af náttúrulækni sem hún setti sig í samband við. „Hún setti mig í svona tæki til að skoða hvernig ástandið væri á líkamanum mínum. Út frá því kom fram að ég var með gríðarlega mikið fæðuóþol. Efst á listanum var sykur sem gerði það að verkum að áfengi var ekki í boði fyrir mig, sem og hveiti, mjólkurvörur og alls konar matartegundir sem ég átti að forðast samkvæmt henni.“ Lífið breyttist hjá Önnu Guðnýju við sautján ára aldur.Vísir/Vilhelm Andlega heilsan gjörbreyttist Hún segir þetta hafa verið mikinn skell fyrir sautján ára gamla stelpu. „Ég var vön því að fara út á lífið um helgar með stelpunum og ég upplifði mig þarna sem ótrúlega mikið fórnarlamb. Ég var ekki mjög spennt fyrir því að setjast niður og gera matarplan. Ég fann þó hægt og rólega að með því að taka út þessa fæðu sem ég var með óþol fyrir fór mér að líða mikið betur. Ég var miklu orkumeiri, meira vakandi og þurfti ekki alltaf að vera að leggja mig. Í kjölfarið leið mér svo miklu betur andlega og það var svona óvæntur vinkill á þetta hjá mér.“ Anna Guðný segir þetta þó hafa verið strembið, þar sem aðgengi að vinsælum vörum í dag á borð við möndlumjólk hafi ekki verið mikið. „Ég þurfti því að búa til ótrúlega margt sjálf, sem og ég gerði. Ég átti í miklu ástar-haturs sambandi við þetta en mér leið bara svo illa og var svo verkjuð. Ég reyndi fyrst að finna leiðir eins og að mæta með gin í vatn í partý en fórnarkostnaðurinn var svo mikill, ég varð alltaf veik eftir áfengi og fyrstu tvö árin var ég í mjög mikilli togstreitu með þetta. Ég vissi ekkert hvernig ég gæti gert þetta á heilbrigðan máta, ég hafði ekki tólin. Ég fékk bara lista yfir það sem ég mátti ekki. Ég elska nefnilega að borða og hef alltaf gert það.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Lærði að elska sig Hún fór því sjálf að leita ýmissa leiða og ástríðan kviknaði svo fyrir alvöru nokkrum árum síðar. „Þá fór ég í þerapíu sem heitir Lærðu að elska þig hjá konu sem heitir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir. Hún hjálpaði mér mikið og fór að velta upp spurningum á borð við: Afhverju ætli þú sért búin að vera að fara í gegnum þetta síðustu ár? Kannski áttu að hjálpa fólki sem er í sömu stöðu. Þá fór ég að lesa mig heilmikið til um áhrif mataræðis á líkamsstarfsemina okkar og hvernig er hægt að fyrirbyggja alls konar lífstílstengda sjúkdóma. Út frá því fór ég að hugsa hvort þetta væri ekki bara svolítið áhugavert. Ég var náttúrulega búin að sjá áhrifin á mínum eigin líkama og þegar ástríðan kviknaði leit ég aldrei til baka.“ Skrýtna gellan í vinnunni Anna Guðný segir að á þessum tíma hafi fólkið í kringum hana ekki mikið verið að tengja við sig. „Ég var bara skrýtna gellan í vinnunni með chia graut í krukku og nýpressaðan grænan safa í hinni krukkunni. Það klingdi bara í krukkunum þegar ég mætti í vinnuna,“ segir hún hlæjandi og bætir við að fólki hafi þótt þetta mjög undarlegt. „En vegna þess að ég upplifði að ég væri svo ein í þessu ákvað ég að byrja með bloggið mitt, Heilsa og vellíðan. Þá gat ég fengið útrás fyrir þessu, sagt það sem ég vildi segja og byrjað að njóta mín í þessu. Því að í umhverfinu þótti þetta ekki spennandi og forvitnilegt.“ Anna Guðný hefur alltaf elskað mat og nýtur þess að búa til mat sem lætur henni líða vel. Vísir/Vilhelm Kvíðinn hafði áhrif á líkamlegu heilsuna Á unglingsárunum fór Anna í gegnum mikinn kvíða og þunglyndi sem hún skilur betur í dag. „Þegar ég lít núna til baka á tímann þar sem ég var í þessari krísu með magann minn sé ég að þetta var líka bullandi kvíði. Ég var nýflutt til Reykjavíkur úr Þorlákshöfn, var í nýjum skóla og að ganga í gegnum alls konar breytingar. Þannig að ég sé alveg hvernig þetta spilast saman. Mér finnst það hafa komið hvað mest í ljós þegar ég fór í heimsreisu með fyrrverandi kærastanum mínum. Þá var ég alveg ótrúlega kvíðin yfir því hvernig ég ætti að geta borðað úti í heimi rétta fæðu sem hentaði mér. Ég var búin að gera massa strangt mataræði hér heima áður en ég fór og passaði að taka réttu bætiefnin. Svo þegar að ég kem út þá er ég ekki í þessum hraða og stressi eins og hér heima.“ Anna Guðný elskar að vera á Balí.Aðsend Hún segist hafa verið algjörlega í nú-inu á þessum tíma. „Ég var bara að hugsa um að það væri sól og velja á hvaða stönd við ættum að fara. Það var bara ekkert stress og þá gat ég allt í einu leyft mér pizzu og alls konar mat sem ég gat ekki leyft mér heima án þess að verða veik af því. Þá sá ég svo skýrt hvað andlega hliðin spilar veigamikið hlutverk og ég hef alveg séð það á sjálfri mér hvað það hefur mikil áhrif ef ég er mjög stressuð. Mataræði vinnur á móti kvíðanum og með því að vinna í kvíðanum, eins og að til dæmis hugleiða, þá get haft jákvæð áhrif á meltinguna hjá mér. Þetta er svo ótrúlega heildrænt.“ Langar í það sem er gott fyrir líkamann Það skipti sköpum fyrir Önnu Guðnýju að finna réttu tólin fyrir andlegu heilsuna hjá sér, sérstaklega þar sem hún gat upplifað mikinn kvíða við það að henni gæti farið að líða illa í maganum. „Í dag veit ég að öll líðan mín veltur alveg góð 70% á andlegu heilsunni. Ef ég er góð andlega get ég leyft mér alls konar í matnum og ég er ekkert að stressa mig um of á því hvað gerist. Í dag finn ég ekki fyrir þessum svakalegu verkjum, ég er í miklu betra jafnvægi og kann miklu meira að lesa í líkamann minn. Besta er að mig langar heldur ekki í það sem ég veit að er slæmt fyrir mig, sem ég kreivaði áður. Ég kann núna að búa til hrákökur og mitt eigið súkkulaði og mín eigin trít sem ég elska mest. Ég er búin að fatta að mig langar ekki lengur í það sem fer illa í mig því það er eins og það sé engin lyst fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Bloggsíðan mikilvæg útrás Hún segir að það hafi gert mikið fyrir sig að vera með bloggsíðuna sína. „Ég fann bara hvað mig langaði að dreifa þessu áfram og geta hjálpað fólki sem var að ganga í gegnum svipaða hluti. Líka það að finna svona sterkt á eigin líkama hvað matur hafði mikil áhrif á heilsuna mína. Ég fann bara bein tengsl á milli þess að prófa að borða eitthvað ákveðið og fá þá til dæmis verki í liðina á meðan að þegar ég borðaði eitthvað annað fann ég hvað mér leið vel.“ Hún segist hafa góðlátlega reynt að hafa áhrif á fólkið í kringum sig. „Ég fór að verða smá eins og biluð plata við fjölskylduna mína. Í kringum jólin gaf ég alltaf bækur um mataræði eða andlega heilsu og var stöðugt að reyna að koma uppbyggilegum skilaboðum áleiðis,“ segir hún hlæjandi. Fann sig að lokum Anna Guðný tók sinn tíma í að finna sig og skoða hvaða möguleikar væru í boði í starfi. „Mig langaði á tímabili að verða læknir en fattaði svo að mig langar ekki að læra hefðbundnar lækningar heldur langaði mig að gera hlutina öðruvísi. Ég reyndi tvisvar að komast inn í læknisfræðina en komst ekki inn og var eftir á svo fegin.“ Hún fór svo til Danmerkur í næringar-og heilsu nám sem henni fannst svo ekki eiga við sig. „Eftir að hafa kynnt mér mataræði í svona mörg ár fannst mér áherslurnar rangar í náminu og mjög afmarkaðar.“ Hún hætti því, flutti aftur til Íslands og eignast þá son sinn. „Við meðgönguna varð ég vegan því ég missti alla lyst á dýraafurðum. Í meðgöngunni fór ég að einblína á að borða enn hreinna og þá fyrst náði ég beinu brautinni. Því mjólkurvörur og þessar dýraafurðir voru helstu fæðutegundirnar sem ég var svona að detta í og upplifa verki út frá.“ Anna Guðný tók sér tíma til að finna hvað það var sem hana langaði virkilega að gera í lífinu og elti svo drauminn.Vísir/Vilhelm Stuðningsríkur bróðir Í fæðingarorlofinu fær Anna Guðný svo örlagaríkt símtal frá bróður sínum. „Hann spyr mig hvað það sé sem mig langi að gera í lífinu. Þetta var búið að vera svona smá sería af mistökum hjá mér, ég komst ekki inn í læknisfræðina, fer til Danmerkur í nám og er svo ekki að tengja við það. Þá átta ég mig á því að það væri bara eitt nám sem mig langaði alltaf í, sem var heilsumarkþjálfun. Það kostaði mikið, var kennt í gegnum Internetið og mér leið eins og það væri eitthvað minna marktækt á þeim tíma, í kringum 2017. En bróðir minn borgaði námið fyrir mig og þegar ég byrjaði fór ég fyrst að blómstra almennilega í námi. Ég fór að tengja svo mikið við allt sem var verið að kenna mér og það var svo gaman að mér leið ekki eins og ég væri í námi. Allir kennarar og fyrirlesarar voru einstaklingar sem ég var búin að lesa bækur eftir á undanförnum árum og leit upp til.“ Gat aldrei sagt nei Eftir námið og Lærðu að elska þig þerapíuna segist Anna Guðný hafa umbreyst. „Þá fer ég loksins að öðlast trú á sjálfri mér og fór að taka til hjá sjálfri mér með því að hugsa um hvað er að næra mig og hvað ekki.“ Anna Guðný segist aldrei hafa haft trú á sjálfri sér á sínum yngri árum. „Ég sagði aldrei nei. Ef vinkonur mínar fóru að djamma þá fór ég bara með, óháð því hvort ég væri peppuð fyrir því. Ég stóð aldrei með sjálfri mér. Þegar ég var í grunnskóla þá var ég alltaf með tyggjó í vasanum bara til að gefa fólki tyggjó sem gæti vantað það,“ segir hún hlæjandi. „Ég var alltaf að gefa, það er mjög lýsandi fyrir mig á þessum tíma. Ég var alltaf tilbúin að skutlast og græja og gera en ég var aldrei eitthvað svona að staldra við og hugsa vil ég gera þetta? Er þetta ég?“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Á þessum tíma hafði hún ekki hugmynd um það hver hún var. „Maður er auðvitað svo óöruggur á þessum aldri og hugsar bara já ég á örugglega að klæða mig svona eða þetta er að trenda núna og ég verð að fylgja því. Ég var bara með mjög lágt sjálfsálit og fór mikið út á lífið til að reyna að sækja mér sjálfstraust, sem er sorglegt að hugsa um í dag. Ég var alveg gríðarlega feimin, ég gat aldrei talað fyrir framan bekkinn minn og í framhaldsskóla þá grátbað ég kennarana um að fá að halda fyrirlestra fyrir þá eina. Ég var alltaf með fram veggjum og við þessa þerapíu breyttist bara allt. Ég gat allt í einu staðið brött og sagt: Ég er Anna Guðný og ég ætla að skrifa bloggfærslu. Mér var alveg sama hvað fólki fannst, til dæmis frá Þorlákshöfn. Það getur alveg verið erfitt þegar maður kemur úr litlu þorpi. Það er svo auðvelt að hugsa bara ó nei, hvað ætli þau haldi um mig? En mér var bara orðið það mikið sama og leið það vel í sjálfri mér að ég hugsaði bara eff it, ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt. Það var rosalega stór U-beygja í mínu lífi.“ Heildræna nálgunin mikilvæg Anna Guðný ákvað því að læra líka að vera kennari í þessari sömu þerapíu sem hafði breytt svo miklu fyrir hana. „Þannig að ég er oft með kúnna í því og þetta er sjálfstyrkingar prógramm þar sem ég skipulegg alls kyns verkefni og fróðleik.“ Það sem Önnu Guðnýju finnst hvað áhugaverðast er að nálgast hlutina á heildrænan hátt og hugsa um að næra ólíka þætti. „Ég er bara búin að læra sjálf að það er ekki nóg að einblína bara á líkamlega eða andlega heldur verður þetta að vera þessi heildræna nálgun á lífið, allt hefur áhrif hvert á annað. Ég er búin að tvinna þetta svolítið saman við það sem ég er að gera í dag og hef sjálf búið til þrjú netnámskeið, þar sem ég býð sem dæmi upp á kúrs um mataræði og uppskriftir,“ segir Anna Guðný og bætir við að hún geti ómögulega sofið á hugmyndum. Hún sé hvatvís og verði einfadlega að kýla á hlutina. Mín sýn er ekki að allir fari á eitthvað afmarkað mataræði því að við verðum alltaf að geta lesið í líkamann okkar og finna hvað hentar okkur best hverju sinni. Maður veit aldrei hvað getur kallað á mann þegar maður er í góðri tengingu við líkamann. Þegar ég var ólétt af stráknum mínum langaði mig stöðugt í appelsínur og þá fann ég hvað líkamann vantaði C vítamínið. Ég gæti aldrei gert matarprógramm langt fram í tímann fyrir sjálfa mig því að er háð til dæmis svefni, stað í tíðahringnum, hvaða hreyfing kallar á mig þann daginn og þar fram eftir götum.“ Anna Guðný fór í jógakennaranám til Balí sem henni fannst ómetanlegt.Aðsend Heillaðist algjörlega af Balí Frá því að Anna Guðný heimsótti Balí fyrst fann hún mikla tengingu við staðinn. „Í fyrra ákvað ég að fara í jógakennaranám í mánuð þar sem þú stundaðir jóga allan daginn, frá sex á morgnanna til átta um kvöldið. Ég elska Balí svo mikið, þegar ég fór þangað fyrst upplifði ég einhverja mestu tengingu við innsæið mitt sem ég hef fundið án þess að hafa fyrir því. Við ætluðum að ferðast en ég fann að ég vildi bara vera á einum stað í rólegheitum. Svo byrjaði ég bara að skrifa niður óragrynni af hugmyndum þar sem ég ákvað meðal annars að hætta í dagvinnunni minni og búa til vettvang fyrir ástríðuna mína gagnvart heildrænni heilsu. Í dag hef ég lesið þessi skrif og get tjékkað í eiginlega öll boxin af þeim markmiðum sem ég setti mér. Maður finnur alveg stórkostlega og yndislega tengingu við sjálfa sig þarna. Balí búar eru líka svo afslappaðir, það er svo mikil virðing ríkjandi og jafningjakærleikur og orkan þarna er engri lík. Mér líður svo ótrúlega öruggri þarna og ég upplifi aldrei neina hræðslu. Svo er heilsusamlegi maturinn þarna flæðandi út um allt, þannig að þetta er paradís fyrir mig. Ég verð bara stressuð hvort ég nái ekki örugglega að smakka allt sem mig langar til að smakka,“ segir Anna Guðný og skellir upp úr. View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Ásamt jóganu elskar Anna Guðný að fara út að hlaupa en segir það ekki eitthvað sem hún geri alla daga. „Jógað er fullkomin leið fyrir mig til þess að tengjast betur inn í líkamann minn og vega upp á móti daglegu stressi, því ég get alveg farið fram úr mér í að ætla að gera allt. Fyrr á árinu fór ég til Balí og fékk að vinna að retreat-i úti ásamt tveimur öðrum stelpum í sjálfsvinnugeiranum. Við vorum með fyrirlestra og ég sá um jóga líka. Það var mjög gaman, að fara í svona vinnuferð til Balí.“ Jafnvægið og tengingin við sjálfið Anna Guðný hefur sjálf verið með svokölluð retreat hér heima. Síðustu helgi hélt hún slíkt í Hvammsvík þar sem gestir gátu komið yfir helgi og kúplað sig út úr daglegu amstri. „Ég sá um allan matinn sem þær borðuðu, gaf þeim kakó, leiddi jóga og var með vinnuhefti alla helgina. Það skiptir mig máli að þær gætu komið heim aftur með réttu tólin til að gera það mesta úr upplifuninni. Þessi retreat eru eiginlega svona það stærsta sem ég er í núna samhliða netnámskeiðunum mínum og næsta verður einmitt hjá mér 29. september til 1. október í Borgarfirði Eystra. Þetta snýst um að hjálpa fólki að komast aðeins út úr ofsahraðanum í daglegu lífi og stilla aftur inn á við, sjá hvað er að henta og hvað er ekki að henta. Hvernig við getum aukið jafnvægi og vellíðan í lífinu án þess að vera með svaka prógramm.“ Engar öfgar Hún segir auðvelt að halda að heilbrigður lífsstíll verði að vera öfgakenndur en svo sé ekki raunin. „Flestir halda að ég sé vöknuð eldsnemma alla daga til að hugleiða og pressa mér svo grænan safa, en það er alls ekki þannig. Það er algjörlega hægt að lifa heilbrigðum lífsstíl á einfaldan hátt og að vera ekki að setja svona mikla pressu á það. Við sjáum náttúrulega svo mikla glansmynd á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og höldum kannski að þessi manneskja sem við erum að skoða lifi svo ótrúlega heilbrigðu og flottu lífi því hún er alltaf að hugleiða og með grænan safa og hugsum þá ég mun aldrei komast þangað. En þetta snýst bara um að fá sér kannski tvo ávexti til viðbótar á dag eða setja meira af grænmeti á diskinn sinn, fara aðeins oftar út í náttúruna í göngutúr eða skella sér í sund ef það lætur þér líða vel. Það er mín ástríða núna að hjálpa fólki að gera aðeins meira af því sem lætur okkur líða vel. Þetta er nefnilega ekkert svo flókið og um leið og þú sleppir tökunum á hugmyndinni um að þetta þurfi að vera flókið þá er miklu auðveldara að sjá það.“ Vill meira af sjálfsást og sjálfsvirðingu Hún segir mikilvægt að losa sig algjörlega við óraunhæf markmið. „Eins og að fara sjö sinnum í viku út að hlaupa og líða svo eins og maður sé ómögulegur því maður fylgdi því ekki eftir. Kannski er líkaminn þinn að segja við þurfum bara að fara í bað. Við verðum að koma fram við okkur af miklu meiri ást og virðingu og mæta okkur oftar þar sem við erum. Mér finnst að við ættum að hugsa meira um okkur eins og við séum með nýfætt barn. Við erum alltaf að lesa í ungabörn og hugsa hvað þau þurfa, eins og að fara út í göngutúr, sofa eða hvað sem er. Ef við myndum bara sýna okkur þá hlýju, vakna á morgnana og hugsa nýr dagur, ný tækifæri, hvernig líður mér?“ Anna Guðný segist þess vegna reyna að drekka kakó alla morgna og nýtir þá stund til að fara yfir það hvernig henni líður þann daginn. „Stundum finn ég að ég þarf útrás og þá fer ég út að hlaupa. Það gerist líka mjög oft að ég finn að ég þarf að komast út úr borginni og þá keyri ég bara út úr borginni og finn einhvern stað þar sem ég sest til dæmis niður að skrifa sem ég þarf að losa út. Annað hvort geymi ég það eða brenni það bara, fer í vatn, hreinsa mig og finn að ég er til í daginn.“ View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Velli ðan (@heilsaogvellidan) Hugsa eins og við séum lítil börn Anna Guðný segir mikilvægast að fólk mæti sér með kærleika og ekki með refsingu eða afmörkuðu plani. „Það eru margir sem kannski leita að stuttu og tímabundnu lausninni en það gerir svo mikið fyrir okkur að hugsa aðeins lengra, hvað myndum við gera fyrir lítið barn? Myndum við ekki vilja gera það fyrir okkur sjálf og viljum við ekki dafna vel í lífinu? Sjálfsást er það að þú elskar þig svo mikið að þú vilt hugsa sem allra best um þig.“ Anna Guðný fer með sanni eigin leiðir í lífinu og lætur ekkert stoppa sig við að lifa því til hins fyllsta. „Strákurinn minn er mín stærsta hvatning til þess að elta mína drauma og skapa það líf sem ég óska fyrir okkur. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt. Það er frekar mikið hark að vera ein á leigumarkaði með barn samhliða því að byggja upp eigin rekstur. En ástríðan mín er svo mikil að ég myndi aldrei geta lokað á hana og farið að gera eitthvað annað. Það að hjálpa fólki að öðlast meiri frið innra með sér og lifa lífinu í meira jafnvægi og lífsgleði er eitt það dýrmætasta sem ég veit. Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir Anna Guðný að lokum.
Geðheilbrigði Heilsa Jóga Matur Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira