„Betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson og Árni Sæberg skrifa 21. júní 2023 19:53 Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Cavalho, var ánægður með niðurstöðuna þó hann hefði viljað sjá hana sýknaða. Vísir Hæstiréttur staðfesti í dag sekt allra fjögurra sakborninga í einu umtalaðasta morðmáli íslandssögunnar, morðinu í Rauðagerði. Sakborningar hlutu töluvert mildari dóma en í Landsrétti. Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Rauðagerðismálið átti sér stað þegar fjölskyldufaðirinn Armando Beqirai var myrtur fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í febrúar 2021. Saksóknari lýsti morðinu á sínum tíma sem aftöku en Beqirai var skotinn níu sinnum. Talið var að málið tengdist uppgjöri í undirheimum. Fyrirsjáanleg niðurstaða Angjelin Sterqai var dæmdur í sextán ára fangelsi í Hæstarétti í dag en hann hafði verið dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar í Landsrétti. Skipaður verjandi hans í málinu segir að niðurstaðan hafi verið nokkuð fyrirsjáanleg. Þegar málskotsbeiðni Angjelins var send Hæstarétti sagði í áliti ríkissaksóknara að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm hans í tuttugu ár. „Þetta var kannski viðbúið, að það yrði mögulega ekki hærra en sextán ár,“ sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins Sterkaj. „Skjólstæðingur minn vildi reyndar meina að það væru refsimildunarástæður sem virðist ekki hafa verið fallist á en ég er ekki búinn að lesa dóminn,“ bætti hann við. Kemst fljótlega í lausagæslu Mikla athygli vakti þegar þau Claudia Carvalho, Shpetim Qerimi og Murat Selivrada voru sakfelld fyrir samverknað í morðinu og dæmd til fjórtán ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hæstiréttur taldi athæfi þeirra hið örlagaríka kvöld hins vegar aðeins falla undir hlutdeild í broti Angelins. Öll þrjú fengu því mildari dóma hjá Hæstarétti, Claudia fékk þriggja ára dóm, Murat fjögurra og Shpetim tíu ára. Claudia var ein sakborninga mætt í hæstarétt í dag. Lögmaður hennar segir hana hafa tekið dóminum með jafnaðargeði og að henni sé létt. Claudia hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti en Landsréttur hafði dæmt hana í fjórtán ára fangelsi.vísir/vilhelm „Þetta er náttúrulega betra en að vera dæmdur í fjórtán ára fangelsi,“ sagði Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Claudiu Carvalho, aðspurður út í niðurstöðuna. „En maður hefði viljað sjá hana sýknaða vegna þess að ég tel að hún sé saklaus, mér finnst gögnin sýna það,“ sagði hann. „Hún er búin að sitja af sér eitt ár í gæsluvarðhaldi þannig hún fer líklega að komast í einhvers konar lausagæslu fljótlega. Þetta er betra en dómur Landsréttar sem var leiðréttur núna,“ sagði Karl.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Dómar í Rauðagerðismálinu mildaðir verulega Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. 21. júní 2023 14:05
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent