Sjóherinn nam „frávik“ á sama tíma og samband rofnaði við Titan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 07:02 Það þykir mildi að farþegar Titan hafa líklega látist samstundis þegar farið féll saman. AP/Lindsey Wasson Fregnir hafa borist af því að bandaríski sjóherinn hafi numið „frávik“ neðansjávar á sunnudag, sem var líklega sprengingin sem varð þegar kafbáturinn Titan féll saman vegna þrýstings. Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“ Bandaríkin Titanic Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Sjóherinn er sagður hafa látið strandgæsluna vita en erlendir miðlar segja strandgæsluna hafa ákveðið að halda leit að farinu áfram, þar sem menn voru ekki vissir um orsök „fráviksins“. Kvikmyndagerða- og ævintýramaðurinn James Cameron, hefur greint frá því að hafa fengið upplýsingar um „hvell“ sem átti sér stað á sama tíma og samband rofnaði við Titan. „Ég vissi hvað hafði gerst,“ segir hann í samtali við Reuters. Cameron segist hafa greint kollegum sínum frá tíðindunum á mánudag en hann hafi þá þegar verið viss um að farið hefði gefið sig og að farþegarnir fimm væru látnir. Fjölskyldur látnu hafa sent frá sér yfirlýsingar og þakkir til allra þeirra sem komu að leitinni. George Rutherglen, prófessor í hafrétti við University of Virginia, segir hins vegar að hin umfangsmikla leit og hinn mikli viðbúnaður sem atvikið kallaði á yrði örugglega til þess að lög og reglur yrðu hertar. „Þessi flök á hafsbotni hafa orðið aðgengilegri með framþróun tækninnar. Það þýðir hins vegar ekki að það hafi orðið öruggara að fara niður og skoða,“ segir hann en eins og kunnugt er var Titan á leið að flakinu af Titanic þegar slysið varð. Salvatore Mercogliano, sagnfræðiprófessor við Campell University í Norður-Karólínu, líkir djúpsjávarleiðöngrum samtímans við það þegar menn voru að uppgötva flugið. Þá hafi tekið marga áratugi að setja lög um hina nýju tækni. „Það munu koma tímar þegar þú munt ekki hugsa þig tvisvar um að fara um borð í kafbát og niður á 4.000 metra dýpi. En við erum ekki komin þangað.“
Bandaríkin Titanic Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira