Frá þessu er greint í tilkynningu frá Sorpu.
Þar segir að framkvæmdastjóra Sorpu hafi verið falið að ganga til samninga við Stena Recycling AB en tilboð fyrirtækisins í verkefnið hafi verið 35 prósent undir kostnaðaráætlun Sorpu.
Þá segir að útflutningurinn muni hefjast á haustmánuðum og áætlað er að í kjölfarið muni urðun í Álfsnesi dragast saman um 65 prósent á ári, samanborið við árið 2022.
„Með útflutningi verður dregið verulega úr urðun á landsvísu og neikvæðum áhrifum urðunarstaðar á nærliggjandi byggðir,“ segir í tilkynningunni.
Sorpið verður nýtt til orkuframleiðslu í Svíþjóð en þess er ekki getið í tilkynningunni hver áætluð losun er vegna flutningsins og brennslunnar.