„Ég held að skot Elísu hafi farið inn“ Jón Már Ferro skrifar 26. júní 2023 22:16 Murielle Tiernan, framherji Tindastóls. Vísir/Hulda Margrét Murielle Tiernan, framherji Tindastóls var kampakát eftir 0-1 sigur gegn Keflavík á HS Orku vellinum. Leikið var í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum. Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Síðustu tveir leikir Tindastóls hafa tapast með fimm mörkum gegn engu. Fyrst gegn Val og svo gegn Þór/KA. Þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir Þrótti. Óhætt er að segja að Stólarnir hafi verið særðir þegar leikurinn hófst í dag. „Mér er alveg sama hver skorar en auðvitað finnst mér gaman að skora. Fyrst og fremst er gott að ná sigrinum. Þetta var sannkallaður liðssigur. Við fengum ekkert mark á okkur og gáfum þeim lítið af færum. Að sama skapi hefðum við getað skorað meira að mínu mati. Við vildum endurstilla okkur eftir síðustu leiki. Þetta er fyrsti leikurinn af seinni hluta mótsins. Við vildum koma sterkar inn í seinni hlutinn og gleyma undanförnum leikjum,“ segir Murielle. Elísa Bríet Björnsdóttir átti frábært skot í slánna og niður en dómarar leiksins töldu að boltinn hafi ekki farið inn. Murielle var nokkuð viss um að boltinn hafi farið inn. „Ég held að skot Elísu hafi farið inn. Ég held svo sannarlega að við hefðum getað skorað og gert leikinn aðeins þægilegri. Þrátt fyrir það er ég mjög ánægð með sigurinn. Þrjú stig eru þrjú stig,“ segir Murielle. Sigurinn í dag gefur Tindastól byr undir báða vængi að mati Murielle sem var brosmild í viðtalinu. Eftir leikinn er liðið í áttunda sæti með 11 stig. Fyrir leikinn var liðið með átta stig í sama sæti. „Við vitum að við munum tapa sumum leikjum. Sum liðin í deildinni eru mjög góð og við munum fá skelli. Auðvitað reynum við að halda þeim í lágmarki. Að koma til baka eftir tvö 5-0 töp er erfitt,“ segir Murielle. Hún er teipuð á báðum hnjám. Aðspurð hvers vegna það sé er að hún sé orðin svo gömul. Þrátt fyrir það er hún ekki nema 29 ára. „Ég er ein af eldri leikmönnunum og þetta var hundraðasti leikurinn minn fyrir Tindastól. Ég hef fengið einhver högg en annars hafa hnén á mér verið til vandræða í langan tíma. Ég teipa hnén til að minnka sársaukann. Ég er stíf aftan í læri en þetta er ekkert alvarlegt,“ segir Murielle. Murielle segir liðið taka einn leik fyrir í einu og að liðið einbeiti sér að leikjunum sem þær þurfi að vinna. Þær reyni jafnframt að læra af tapleikjum sem og sigrum. Murielle fær mikið af löngum sendingum fram völlinn og treystir Tindastólslið mikið á að hún taki boltann niður. „Það eru styrkleikar mínir. Það er að segja að taka boltann niður. Margar af varnarmönnunum eru stórar og sterkar eins og ég. Stundum verð ég undir í baráttunni og það kemur mér alltaf á óvart. Svo lengi sem baráttan er heiðarleg þá er ég til í hana,“ segir Murielle að lokum.
Tindastóll Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira