Meiðyrðamáli Niemann gegn Carlsen vísað frá Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2023 09:22 Carlsen (t.v.) hætti þátttöku eftir skákina við Niemann á móti í St. Louis í fyrra. Saint Louis Chess Club/Crystal Fuller Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra. Mikla athygli vakti þegar Niemann, sem er aðeins nítján ára gamall, lagði Carlsen, besta skákmann heims, að velli á móti sem var haldið í St. Louis í Missouri í fyrra. Carlsen dró sig úr mótinu og sakaði Niemann um að svindla. Ýmsar framandlegar tilgátur um hvernig Niemann hefði svindlað fóru þá á kreik. Niemann neitaði því. Niemann höfðaði mál gegn Carlsen og Chess.com og sakaði um að setja sig á svartan lista þannig að honum væri ekki boðið á stór skákmót. Einnig sakaði hann Carlsen og vefinn um meiðyrði vegna þess sem hann sagði rangra ásakana þeirra um svindl. Dómarinn í málinu vísaði frá kröfu Niemann um að Carlsen og Chess.com hefðu brotið samkeppnislög með því að útiloka hann frá mótum. Þá hefði alríkisdómstóllinn ekki lögsögu til að fjalla um meint meiðyrði þeirra stefndu á grundvelli ríkislaga í Missouri, að því er segir í frétt Reuters. Lögmenn Niemann segja að þeir ætli að höfða málið aftur fyrir ríkisdómstól í Missouri. Verjandi Carlsen fagnaði því að dómstóllinn hefði hafnað tilraun Niemann til þess að fá skjótfenginn gróða fyrir dómi og þagga niður í tjáningarfrelsinu með málaferlum. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Niemann, sem er aðeins nítján ára gamall, lagði Carlsen, besta skákmann heims, að velli á móti sem var haldið í St. Louis í Missouri í fyrra. Carlsen dró sig úr mótinu og sakaði Niemann um að svindla. Ýmsar framandlegar tilgátur um hvernig Niemann hefði svindlað fóru þá á kreik. Niemann neitaði því. Niemann höfðaði mál gegn Carlsen og Chess.com og sakaði um að setja sig á svartan lista þannig að honum væri ekki boðið á stór skákmót. Einnig sakaði hann Carlsen og vefinn um meiðyrði vegna þess sem hann sagði rangra ásakana þeirra um svindl. Dómarinn í málinu vísaði frá kröfu Niemann um að Carlsen og Chess.com hefðu brotið samkeppnislög með því að útiloka hann frá mótum. Þá hefði alríkisdómstóllinn ekki lögsögu til að fjalla um meint meiðyrði þeirra stefndu á grundvelli ríkislaga í Missouri, að því er segir í frétt Reuters. Lögmenn Niemann segja að þeir ætli að höfða málið aftur fyrir ríkisdómstól í Missouri. Verjandi Carlsen fagnaði því að dómstóllinn hefði hafnað tilraun Niemann til þess að fá skjótfenginn gróða fyrir dómi og þagga niður í tjáningarfrelsinu með málaferlum.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Bandaríkin Noregur Tengdar fréttir Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07 Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yfirvofandi málaferli ekki afsökun Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi. 24. október 2022 21:07
Allt of mikið svindl í skákheiminum segir maðurinn sem sigraði Carlsen Einn besti skákmaður heims kveðst ánægður með að heimsmeistarinn Magnus Carlsen hafi rætt svindl í íþróttinni. Tími hafi verið kominn til að einhver stigi fram og hann vonar að umræðan verði til þess að harðar verði tekið á svindli. 24. október 2022 19:10