Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 11:53 Tálknafjörður er mitt á milli Patreksfjarðar og Bíldudals sem eru bæði hluti af Vesturbyggð. Nú á að kjósa um hvort Tálknafjarðarhreppur sameinist Vesturbyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar. Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar.
Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12