Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2023 09:15 Scot Peterson, fyrrverandi lögreglumaður við framhaldsskólann í Parkland, hrærður eftir að kviðdómur sýknaði hann af ákæru um að vanrækja börn sem voru skotin til bana í árásinni. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Réttarhöldin voru þau fyrstu í sögu Bandaríkjanna þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir framgöngu sína í skólaskotárás. Scot Peterson, lögreglumaður við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Flórída, var ákærður fyrir að reyna ekki að stöðva byssumanninn og hafa þannig gerst sekur um vanrækslu á börnum. Myndbandsupptökur sýndu að Peterson hefði farið að byggingunni þar sem nítján ára gamall fyrrverandi nemandi gekk berserksgang með árásarriffli. Byssumaðurinn hafi verið við hinn enda gangs sem lögreglumaðurinn kom að. Í stað þess að ráðast inn kom Peterson sér í var 23 metra í burtu í útskoti á annarri byggingu með byssu sína á lofti. Hann hélt kyrru fyrir þar í fjörtíu mínútur, löngu eftir að árásinni lauk og aðrir lögreglumenn höfðu ráðist til inngöngu. Peterson, sem var ekki í skotheldu vesti þegar árásin átti sér stað, hélt því fram að hann hefði reynt að stöðva byssumanninn en að hann hafi ekki átta sig á því hvaðan skothvellirnir komu vegna þess hvernig þeir bergmáluðu um svæðið. Yfirmaður Peterson sagði fyrir dómi að hann hefði ekki farið eftir verklagsreglum. Segist aldrei gleyma fórnarlömbunum Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal fjölskyldu Peterson og vina þegar kviðdómurinn tilkynnti niðurstöðu sína í gær. „Ég fékk líf mitt aftur. Við fengum líf okkar aftur,“ sagði Peterson þegar hann yfirgaf dómsalinn með eiginkonu sinni og lögmanni. Hann sagðist heldur aldrei gleyma fórnarlömbunum. Feður tveggja nemenda sem féllu í árásinni voru ekki jafnánægðir, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir telja að Peterson hafi vitað hvar byssumaðurinn var en sett eigið öryggi ofar barnanna og flúið af hólmi. Byssumaðurinn, sem nú er 24 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðin þar sem kviðdómendur voru ekki á einu máli um hvort hann ætti skilið dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18 Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01 Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum. 13. október 2022 15:18
Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. 2. maí 2019 14:01
Sýslumannsfulltrúi stóð hjá á meðan blóðbaðið fór fram Vopnaður fulltrúi sýslumanns fór aldrei inn í framhaldsskólann á Flórída þar sem byssumaður drap sautján unglinga í síðustu viku. 22. febrúar 2018 23:51