Hætti sem málari og gerðist poppstjarna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. júní 2023 20:02 Það er óhætt að segja að Kristmundur Axel stefni langt í tónlistarbransanum. Aðsend „Ég hef alltaf haft trú á mér sem tónlistarmaður og lét til skara skriða þegar ég loksins öðlaðist kjark,“ segir tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson. Hann ákvað að elta drauminn um poppstjörnuferilinn og sagði skilið við starfið sem málari. Kristmundur gaf út lagið Popstar á dögunum sem markar tímamótin í lífi Kristmundar. Myndbandið við lagið Popstar var frumflutt á skemmtistaðnum Lúx í gærkvöldi. „Lagið er birtingarmynd togstreitunnar sem ég lifði við þegar ég starfaði sem iðnaðarmaður og ferðalagsins í átt að poppstjörnudraumnum. Ég var oft annars hugar þegar ég var að mála og notaði pensilinn oft sem míkrófón, sónaði út og ímyndaði mér að vera fyrir framan hundrað þúsund manns á tónleikum,“ segir Kristmundur sem var kominn nærri draumnum áður en hann fór út af sporinu. „Ég fékk í rauninni nóg einn daginn eftir að eftirlitsmaður kom þar sem ég var að mála og setti út á alla vinnuna. Hann hafði samt örugglega alveg rétt fyrir sér,“ segir Kristmundur. Lykillinn að hafa trú á sjálfum sér Kristmundur öðlaðist þá kjark til að sinna tónlistinni sem hann segist lifa fyrir. „Lykillinn er bara að hafa trú á sjálfum sér og láta fokking vaða, án gríns. Það er málið.“ Hann segir nýja lagið vera ákveðið framhald á endurkomu sinni sem hófst í vor. Þá gaf hann út lagið Adrenalín og Ég er en það síðarnefnda gerði hann ásamt vini sínum, tónlistarmanninum Júlí Heiðari. Þeir stigu einmitt saman fram á sjónarsviðið þegar þeir unnu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010. Hissa á að Jón Gnarr væri til Í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Kristmundur og kvikmyndatökumaðurinn Aron Ingi Davíðsson leiddu saman hesta sína í myndbandinu við lagið. „Mig langað að gefa hlustendum sem skýrasta mynd á ferlinu að draumnum og þurfti einhvern sem myndi negla týpuna sem erfiður eftirlitsmaður. Ég ákvað að prófa að heyra í Jóni Gnarr sem sló til og var algjör negla. Ég var bara hissa að hann væri til í þetta með mér,“ segir Kristmundur sem er ánægður með afraksturinn. Hann ber Jóni góða söguna: „Jón Gnarr er algjör fagmaður og ein mesta perla sem ég hef kynnst. Hann er svo jákvæður og með þægilega nærveru sem mætti á svæðið með bros á vör. Fólk ber svo mikla virðingu fyrir honum, þegar hann labbaði inn sá maður hvernig kjálkarnir duttu í jörðina.“ View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel) Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 „Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Kristmundur gaf út lagið Popstar á dögunum sem markar tímamótin í lífi Kristmundar. Myndbandið við lagið Popstar var frumflutt á skemmtistaðnum Lúx í gærkvöldi. „Lagið er birtingarmynd togstreitunnar sem ég lifði við þegar ég starfaði sem iðnaðarmaður og ferðalagsins í átt að poppstjörnudraumnum. Ég var oft annars hugar þegar ég var að mála og notaði pensilinn oft sem míkrófón, sónaði út og ímyndaði mér að vera fyrir framan hundrað þúsund manns á tónleikum,“ segir Kristmundur sem var kominn nærri draumnum áður en hann fór út af sporinu. „Ég fékk í rauninni nóg einn daginn eftir að eftirlitsmaður kom þar sem ég var að mála og setti út á alla vinnuna. Hann hafði samt örugglega alveg rétt fyrir sér,“ segir Kristmundur. Lykillinn að hafa trú á sjálfum sér Kristmundur öðlaðist þá kjark til að sinna tónlistinni sem hann segist lifa fyrir. „Lykillinn er bara að hafa trú á sjálfum sér og láta fokking vaða, án gríns. Það er málið.“ Hann segir nýja lagið vera ákveðið framhald á endurkomu sinni sem hófst í vor. Þá gaf hann út lagið Adrenalín og Ég er en það síðarnefnda gerði hann ásamt vini sínum, tónlistarmanninum Júlí Heiðari. Þeir stigu einmitt saman fram á sjónarsviðið þegar þeir unnu Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2010. Hissa á að Jón Gnarr væri til Í kjölfarið fór boltinn að rúlla. Kristmundur og kvikmyndatökumaðurinn Aron Ingi Davíðsson leiddu saman hesta sína í myndbandinu við lagið. „Mig langað að gefa hlustendum sem skýrasta mynd á ferlinu að draumnum og þurfti einhvern sem myndi negla týpuna sem erfiður eftirlitsmaður. Ég ákvað að prófa að heyra í Jóni Gnarr sem sló til og var algjör negla. Ég var bara hissa að hann væri til í þetta með mér,“ segir Kristmundur sem er ánægður með afraksturinn. Hann ber Jóni góða söguna: „Jón Gnarr er algjör fagmaður og ein mesta perla sem ég hef kynnst. Hann er svo jákvæður og með þægilega nærveru sem mætti á svæðið með bros á vör. Fólk ber svo mikla virðingu fyrir honum, þegar hann labbaði inn sá maður hvernig kjálkarnir duttu í jörðina.“ View this post on Instagram A post shared by KX (@kristmunduraxel)
Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 „Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01
„Ég er mjög stoltur af því að vera ég og með mína fortíð“ Fyrir þrettán árum síðan sigraði tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Söngvakeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með laginu Komdu til baka. Þeir félagarnir gáfu út nýtt lag á dögunum og Kristmundur ætlar sér stóra hluti í tónlistinni eftir nokkurra ára fjarveru. 9. apríl 2023 17:02