Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í anda þess að Ívar er knattspyrnumaður hjá KA.
„Félagsskiptaglugginn opnaði fyrr í H3 og við höfum gert 18 ára samning við mjög efnilegan leikmann sem kemur til leiks snemma í janúar. Ekki er vitað um þyngd, hæð né kyn leikmannsins eins og stendur en fleiri upplýsingar verða tilkynntar seinna,“ skrifar parið við myndina þar sem má sjá þau handsala samninginn um komu nýja liðsmannsins í fjölskylduna.
Fjóla hélt úti hlaðvarpinu Eigin konur ásamt Eddu Falak þar til í apríl í fyrra.