Samþykkja áform um að sleppa vatni frá Fukushima út í sjó Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 15:51 Starfsmaður Fukushima-kjarnorkuversins sýnir búnað sem á að nota til þess að þynna og á endanum sleppa geislavirku kælivatni út í sjó. AP/Kyodo News Alþjóðakjarnorkumálastofnunin lagði blessun sína yfir áform japanskra stjórnvalda um að sleppa geislavirku kælivatni frá Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó. Vatnið er talið hafa hverfandi áhrif á umhverfi og heilsu. Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið. Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Kælivatn kjarnorkuversins varð geislavirkt þegar þrír ofnar þess bráðnuðu í gríðarlega öflugum jarðskjálfta og flóðbylgju í mars árið 2011. Vatninu hefur verið safnað saman, unnið og geymt í um þúsund tönkum við orkuverið. Búist er við að þeir fyllist snemma á næsta ári. Sesín og fleiri geislavirkar kjarnategundir er að finna í kælivatninu. Japönsk stjórnvöld hyggjast sía vatnið til þess að lækka styrk þeirra. Það verður svo þynnt út með hundraðföldu magni af sjó áður en því verður sleppt. Ekki verður þó hægt að lækka styrk geislavirka efnisins þrívetnis áður en vatnið fer út í sjó. Áformunum hefur verið mótmælt í Suður-Kóreu, Kína og á Kyrrahafseyjum. Þá hafa samtök fiskimanna í Japan mótmælt þar sem þeir óttast orðsporshnekki jafnvel þótt að afli þeirra verði ekki mengaður. Sumir vísindamenn segja óljóst hvaða áhrif smáir en langvarandi skammtar af geislavirku efni geta haft og vilja bíða með að losa vatnið. Aðrir telja öruggt að sleppa því en krefjast aukin gegnsæis í eftirliti með geislavirkninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Japönsk stjórnvöld hafa sóst eftir samþykki Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar til þess að gefa áformum sínum aukinn trúverðugleika. Rafael Mariano Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, afhenti Fumio Kishida, forsætisráðherra, lokaskýrslu hennar um áætlunina í dag. Stofnunin segir að áformin veki upp félagslegar, pólitískar og umhverfislegar spurningar. Áhrif kælivatnsins á heilsu og umhverfi ættu þó að vera hverfandi miðað við núverandi áætlanir Japana. Þær séu í samræmi við alþjóðleg viðmið.
Japan Kjarnorka Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Vatnið úr Fukushima losað út í sjó í vor eða sumar Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun milljóna tonna af vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima í hafið í vor eða sumar. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði meðal fiskara og nágrannaríkja Japan. 13. janúar 2023 09:03