Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2023 11:27 Carles Puigdemont var kjörinn á Evrópuþingið árið 2019 þrátt fyrir að hann ætti yfir höfði sér ákæru í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu tveimur árum áður. Þingið ákvað að svipta hann friðhelgi sem þingmenn njóta árið 2021. Vísir/EPA Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist. Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Puigdemont stýrði katalónsku héraðsstjórninni þegar hún lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Sjálfstæðisyfirlýsingin leiddi til þess að landsstjórnin í Madrid tók beina stjórn á sjálfstjórnarhéraðinu. Forsetinn flúði Spán til að forðast ákæru og hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu undanfarin ár. Almenni dómstóllinn hafnaði áfrýjun Puigdemont og tveggja annarra katalónskra aðskilnaðarsinna sem Evrópuþingið ákvað að svipta friðhelgi árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Puigdemont sagði að þeir ætluðu sér að áfrýja til Evrópudómstólsins. Hæstiréttur Spánar felldi úr gildi ákæru á hendur Puigdemont fyrir uppreisn eftir að ákvæði um hana voru felld úr hegningarlögum í janúar. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, náðaði þá sem höfðu þegar hlotið refsidóma í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna. Puigdemont á enn yfir höfði sér ákæru fyrir að óhlýðnast stjórnvöldum og fjárdrátt. Hann gæti átt allt að átta ára fangelsi yfir höfði sér. Spænsk yfirvöld ætla sér enn að fá hann framseldan. Fyrri tilraunir þeirra til þess hafa mistekist.
Spánn Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58 Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Fyrrverandi forseti Katalóníu handtekinn á Ítalíu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu í útlegð, hefur verið handtekinn á Ítalíu. Stjórnvöld á Spáni hafa sakað hann um uppreisn með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað árið 2017, sem dómstólar dæmdu ólöglega. 24. september 2021 06:58
Svipta Puigdemont og tvo til viðbótar friðhelgi Meirihluti Evrópuþingsins hefur samþykkt að svipta Evrópuþingmanninn Carles Puigdemont friðhelgi. Puigdemont er fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, en auk Puigdemont hafa tveir Evrópuþingmenn til viðbótar verið sviptir friðhelgi. 9. mars 2021 08:53
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44