Varar við mótmælum sem gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2023 07:01 Framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1 hefur engan áhuga á því að sjá mótmælendur hlaupa út á brautina. Eðlilega svo sem. Vísir/Getty Stuart Pringle, framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1, varar þá sem gætu ætlað sér að nýta kappaksturinn til mótmæla við því að hlaupa inn á brautina þar sem það gæti valdið alvarlegum slysum eða dauða. Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“ Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira