Fyrirkomulagið á LIV-mótaröðinni er ólíkt því sem þekkist á hefðbundnari mótum, til að mynda á bandarísku PGA-mótaröðinni, og hefur LIV auglýst sig undir yfirskriftinni „Golf, nema háværara“ sem stóð sannarlega undir nafni á föstudag.
Áður en mót hófst á mótinu í Lundúnum í gær brast út leifturlýður svokallaður, á ensku flashmob, þar sem dansarar, sem klæddir voru upp sem starfsfólk mótsins, opnuðu það með dansi við lagið Party Rock Anthem með dúóinu LMFAO frá árinu 2011. Netheimar nötruðu í kjölfarið þar sem stólpagrín var gert að uppátækinu.
Áhugavert verður að sjá hvort Ísfötuáskorun eða planki sé næstur á dagskrá en það er í það minnsta líf og fjör á LIV-mótaröðinni á meðan golfheimurinn hristir höfuðið.
Myndskeið af atvikinu má sjá að ofan en að neðan má sjá brot af viðbrögðum golfáhugamanna á Twitter.
this might be worse than the sports washing https://t.co/SwsqK6uFxo
— Eric Hubbs (@BarstoolHubbs) July 7, 2023
To all the haters that said the LIV tour coudnt make golf cool I bet your feeling pretty dumb now https://t.co/k0gH48Bdfg
— PFT Commenter (@PFTCommenter) July 7, 2023
The fact that we don't have a camera on Brooks Koepka's face as this was going on was just an enormous content miss by the liv crew https://t.co/wzUYr4Q4yo
— Shane Bacon (@shanebacon) July 7, 2023