Valsmenn taka á móti Fylki í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld en þetta verður fyrsti deildarleikur Valsmanna í átján daga eða í næstum því þrjár vikur.
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Valsliðið spilaði síðast 24. júní í Vestmannaeyjum þegar liðið vann 3-0 sigur á ÍBV en síðasti heimaleikur Vals var 1-1 jafnteflisleikur á móti FH 2. júní eða fyrir meira en fjörutíu dögum síðan.
Valsmenn ættu að mæta sigurvissir til leiks í kvöld miðað við sögu síðustu ára og glímur þeirra við Árbæinga.
Valsliðið hefur nefnilega farið á kostum í síðustu tveimur deildarleikjum sínum á móti Fylki en liðið hefur skorað sex mörk í þeim báðum þar af þeim síðasta sem var í byrjun maí síðastliðnum.
Valsmenn skoruðu einnig sex mörk í sigri á Fylki í lok september 2021 en það haust féllu Fylkismenn úr deildinni. Þeir komu síðan aftur upp í deild þeirra bestu fyrir þetta tímabil.
Fylkir hefur ekki náð að vinna Val í átta ár og tíu mánuði eða síðan að þeir unnu 2-0 sigur á Val á Fylkisvellinum 24. ágúst 2014.
Síðan þá hafa liðin mæst tólf sinnum í efstu deild, Valsmenn hafa unnið átta sinnum og fjórum sinnum hefur leikurinn endaði með jafntefli. Markatalan er 31-8, Valsmönnum í vil. Ásgeir Eyþórsson og Oddur Ingi Guðmundsson skoruðu mörk Fylkis í leiknum.
- Síðustu tveir leikir Vals á móti Fylki
-
-
- 3. maí 2023
- Fylkir - Valur 1-6
- Mörk Vals: Adam Ægir Pálsson, Andri Rúnar Bjarnason, sjálfsmark, Aron Jóhannsson, Sigurður Egill Lárusson og Hlynur Freyr Karlsson.
- -
- 25. september 2021
- Fylkir - Valur 0-6
- Mörk Vals: Patrick Pedersen (3), Guðmundur Andri Tryggvason (2) og Arnór Smárason .