Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 21:00 Skátarnir voru heppnir með veður við Úlfljótsvatn í dag. sigurjón ólason Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell. Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell.
Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira