Frumsýning á Vísi: Cell7 og Moses Hightower í eina sæng Máni Snær Þorláksson skrifar 14. júlí 2023 13:20 Plötuumslagið fyrir lagið Thinking Hard með Cell7 og Moses Hightower Rapparinn og söngkonan Cell7, sem heitir réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, og hljómsveitin Moses Hightower gáfu í dag út lagið Thinking Hard. Meðfram laginu gefa þau út tónlistarmyndband sem frumsýnt er hér á Vísi. Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard Tónlist Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard
Tónlist Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira