Þetta kemur fram í frétt á kylfingur.is en þar segir að höggið hafi verið 130 metrar
„Þegar ég sá boltann í loftinu þá fannst mér hann mjög liklegur að fara í holu. Boltinn lenti um tvo metra fyrir aftan stöngina og rúllaði svo til baka ofan í holu, eins og þetta væri pútt,“ sagði Dagbjartur í samtali við kylfing.is.
Dagbjartur vann sína viðureign í holukeppninni á lokabrautinni þar sem hann fékk fugl. Ísland tapaði hins vegar rimmu sinni við Tyrki 3-2.
Þetta var fimmta draumahögg Dagbjartar á ferli hans sem kylfingur.