Fullorðið fólk grætti dóttur Sifjar á Símamótinu: „Vantar meiri foreldrafræðslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 11:31 Sif Atladóttir með dóttur sína mjög unga eftir leik á Evrópumóti. Getty/Maja Hitij Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, var í Bítinu í morgun þar sem rætt var um framkomu foreldra á Símamótinu í fótbolta um helgina. Dóttir Sifjar upplifði leiðinlegt atvik á Símamótinu en hún er aðeins átta ára gömul. Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Breiðablik hefur fengið hrós fyrir framkvæmd mótsins um helgina sem er það stærsta fyrir unga fótboltakrakka hér á landi. Það hefur aftur á móti borið á því að sumir foreldrar hafi farið yfir strikið í framkomu sinni á hliðarlínunni. Bítinu á Bylgjunni fannst nauðsynlegt að taka þessa umræðu um hegðun foreldra og ræddi við Sif Atladóttur í morgun en hún átti einmitt stelpu sem var að keppa. Tók á móti barninu sínu grátandi Sif Atladóttir skrifaði stuttan pistil inn á fésbókina eftir mótið þar sem hún vildi minna foreldra á að þetta sé leikur barnanna. „Að taka á móti barninu sínu grátandi eftir að fullorðið fólk kallar eftir að barninu eigi að vera vísað út úr leik í 7. flokki er ekki allt í lagi. Þetta er mót barnanna og sama hvernig fer á morgun þá snýst þetta um að hafa gaman og læra að keppa við kollega sína frá öðrum liðum,“ skrifaði Sif Atladóttir. Umsjónarfólk Bítisins á Bylgjunni spurði Sif út í þessi skrif hennar og fékk að vita hvað gerðist þarna. „Það meiðist einn leikmaður í hinu liðinu en okkar stelpur halda áfram. Svo spila þær boltanum til baka og mín kona var í marki. Á svona mótum eru engar línur eða svoleiðis og hún tekur boltann upp eins og hún er vön að gera heima,“ sagði Sif Atladóttir. Skildi ekki hvað var að gerast „Eins og hún segir mér þá fer fólk að kalla eftir hendi. Þegar markvörður tekur boltann upp með hendi þá er það bara útvísun. Eins og hún segir þá voru þau ekki beint að kalla á hana heldur að kalla til dómarans um að þetta ætti að vera hendi og það þyrfti að gera eitthvað í þessu. Hún vissi alveg að það væri verið að tala um sig og hún skildi ekki alveg hvað var að gerast. Hún fór í smá keng,“ sagði Sif. Sif var ekki eina foreldrið sem var að skrifa um þetta því það kom einnig færsla frá Björgvini Páli Gústavssyni, landsliðsmarkverði í handbolta. „Ég verð að segja eins og þið sögðuð í byrjun að megnið af foreldrum og þjálfurum á þessu móti stóðu sig alveg stórkostlega. Þau gerðu þessa helgi alveg dásamlega fyrir okkur sem vorum að fylgjast með og börnin,“ sagði Sif. Eiga fá að skora mörk og gera mistök „Kappið ber suma ofurliði á sumum stöðum og það gleymist stundum þegar við erum að tala um börn, sérstaklega svona ung börn, þá skiptir í rauninni engu máli hvernig leikurinn fer. Hvort maður tapi einhverjum leik eða spili um einhverja medalíu eða bikar? Þetta snýst aðallega um að kenna þeim að keppa á móti kollegum. Fá að skora mörk og gera mistök,“ sagði Sif. Þakklát sínum foreldrum „Við þurfum að læra af þessu. Það vantar líka meiri foreldrafræðslu um hvað þýðir að vera með börn í íþróttum. Ég á íþróttaforeldra sjálf og ég mjög þakklát fyrir það hvernig þau studdu okkur í gegnum íþróttirnar,“ sagði Sif. „Maður fékk alltaf að heyra að það væri gaman að horfa á mann spila. Þegar ég lenti í mínu mótlæti þá voru þau alltaf til staðar til að hjálpa mér út úr tilfinningunum. Það var alltaf verið að kenna manni og hjálpa manni út úr þessum þungu tilfinningum sem geta komið þegar maður gerir mistök eða tapar leik,“ sagði Sif. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn