Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 11:27 Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu undan ströndum Istanbúl í gærkvöldi. Rússar hóta því nú ljóst og leynt að ráðast á skipin. AP/Sercan Ozkurnazli Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00