Vonast til að ljúka níu ára eyðimerkurgöngu: „Hefði ekki getað beðið um betri undirbúning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2023 15:30 Rory McIlroy bíður enn eftir sínum fimmta sigri á risamóti. getty/Oisin Keniry Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy segir að undirbúningurinn fyrir Opna breska meistaramótið í golfi hafi verið fullkominn. Hann ætlar að binda endi á níu ára bið eftir sigri á risamóti um helgina. McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið. Golf Opna breska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
McIlroy hitaði upp fyrir Opna breska með því að vinna Opna skoska mótið um síðustu helgi. „Ég hefði ekki getað beðið um betri undirbúning,“ sagði McIlroy um sigurinn á Opna skoska. „Það hvernig ég spilaði síðustu tvær holurnar var frábær endir og fullkomin leið til að koma inn í þessa viku,“ bætti Norður-Írinn við. Hann fékk fugla á tveimur síðustu holunum á Opna skoska. Opna breska, sem hefst á morgun, fer fram á Royal Liverpool vellinum. McIlroy vann einmitt Opna breska á sama velli 2014. Það var þriðji risatitilinn af fjórum sem hann hefur unnið. Níu ár eru liðin síðan McIlroy vann risamót. „Ég hef svo oft verið nálægt þessu síðan þá. Ég hef átt frábær níu ár og unnið fullt af mótum en ekki risamót. Vonandi get ég breytt því um helgina,“ sagði McIlroy. „Það er fínt að vera kominn hingað aftur. Það er ekki eins og ég hugsi oft um þetta en það er gott að koma aftur og kynnast vellinum upp á nýtt. Það er fínt að snúa aftur á stað sem þú vannst risamót á en þér líður samt svolítið eins og þú sért gamall.“ Keppni á Opna breska hefst á morgun. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögum mótsins á Stöð 2 Sport 4. Bein útsending frá fyrsta degi Opna breska hefst klukkan 05:30 í fyrramálið.
Golf Opna breska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira