Gat ekki annað en hlegið þegar VAR-dómurinn var kynntur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2023 15:01 Yoshimi Yamashita braut blað í fótboltasögunni í dag. getty/Ulrik Pedersen Fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC, gat ekki varist hlátri þegar dómari upphafsleiks HM kynnti VAR-dóm fyrir áhorfendum á vellinum. Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Í upphafsleiknum í rauðabítið var brotið blað í fótboltasögunni þegar dómari kynnti VAR-dóm fyrir viðstöddum. Þetta er nýjung sem var tekin upp á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af upphafsleiknum milli Nýja-Sjálands og Noregs dæmdi Yoshimi Yamashita vítaspyrnu á Caroline Graham Hansen fyrir að handleika boltann innan teigs. Yamashita dæmdi vítið eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi. Hún tilkynnti svo viðstöddum ákveðið og munnlega að eftir að atvikið hefði verið skoðað hefði hún ákveðið að dæma víti. Setningarleikur HM fór fram nú undir morgun. Gestgjafarnir frá Nýja-Sjálandi gerðu sér þá lítið fyrir og unnu Norðmenn 1-0! Þetta er fyrsti sigur Nýja-Sjálands nokkurn tíman á HM Hér eru öll helstu atvik leiksins pic.twitter.com/8pRHvL2pkQ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2023 Alex Scott, fyrrverandi leikmaður enska landsliðsins og sérfræðingur BBC um HM, fannst þetta tilstand allt heldur broslegt. „Ég gat ekki annað en hlegið,“ sagði Scott. „Þetta var eins og Hungurleikarnir.“ Skiptar skoðanir voru á tilkynningu dómarans. Framherjinn Ian Wright var á vellinum og sagðist á Twitter ánægður með hvernig dómarinn hefði komið ákvörðun sinni á framfæri. Ria Percival skaut í slá úr vítinu. Það kom þó ekki að sök því Ný-Sjálendingar unnu leikinn, 1-0, með marki Hönnuh Wilkinson. Þetta var fyrsti sigur Nýja-Sjálands á heimsmeistaramóti í sögunni. Liðið hafði spilað fimmtán leiki á fimm heimsmeistaramótum en hafði aldrei fagnað sigri. Ný-Sjálendingar höfðu gert þrjú jafntefli en tapað tólf leikjum. Næsti leikur Nýja-Sjálands er gegn Filippseyjum 25. júlí.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira