„Myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júlí 2023 17:41 Tómas hefur gengið um svæðið margoft, meðal annars árið 2021 þegar hann gekk að eldgosinu í Geldingadölum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Tómas Guðbjartsson, göngugarpur og hjarta-og lungnaskurðlæknir, segist ekki mæla með því fyrir hvern sem er að fara Vigdísarvallaleið að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Opnað var fyrir umferð um leiðina í dag. Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Tómas ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Tilefnið er ákvörðun lögreglu um að opna fyrir umferð um veginn en lögregla hefur tekið fram að vegurinn henti ekki fólksbílum. Þá sé lítið sem ekkert GSM samband og víðast hvar við veginn ekki tetra samband.„Ég hef gengið þetta svæði sundur og saman, bæði áður en það fór að gjósa og eftir,“ segir Tómas sem jafnframt hefur tekið þátt í að kortleggja gönguleiðir á svæðinu með Ferðafélagi Íslands. Flóknari leið Hann segir Vigdísarvallaleiðina klárlega styttri en aðrar leiðir að gosinu. „Þetta er gríðarlega falleg leið en hún er mjög viðkvæm og það veldur mér áhyggjum að það er ekki búið að stika hana og maður hefur áhyggjur af því að fólk æði þarna yfir mosa án þess að fylgja þessari leið.“ Leiðin sé töluvert meira krefjandi og flóknari en Meradalsleiðin sem opin hefur verið hingað til. Farið sé yfir hrygg sem heitir Núpshlíðarháls. „Hann er upp í næstum 300 metra hæð og þetta er meira klöngur. En ég neita því ekki að þetta er mjög falleg leið. Ég sé hins vegar fyrir mér að verði mikil umferð þarna af bílum geti verið erfitt að mætast og það mætti skoða það að hafa veginn bara opinn í eina átt, að maður fari inn á þessa leið fyrir norðan Kleifarvatn og komi þá út hina leiðina, inn á Suðurstrandarveg.“ Verði að hafa fleiri leiðir í boði Tómas segir að sér þyki jákvætt að hafa fleiri leiðir í boði að gosstaðnum við Litla-Hrút. Vindátt eigi eftir að breytast og þá sé mikilvægt að fólk sé ekki með gös úr gosinu í fanginu. Ekki verður björgunarsveitir á svæðinu á Vigdísarvallaleið. Mælirðu með því að óvant göngufólk fari þessa leið? „Nei, ég myndi ekki mæla með þessari leið við óvant göngufólk. Ég myndi ekki gera það. Þetta er allt dálítið snúið. Hin leiðin frá Meradölum er dálítið löng en hún er mjög örugg og það er mjög auðvelt að koma fólki til bjargar ef einhver tognar eða slasast. Gallinn hefur verið að ef það er norðanátt hafa gös borist yfir leiðina og útsýnið ekki alltaf stórkostlegt.“ Hann segir að náttúran í kringum Vigdísarvelli sé ótrúlega falleg. Hún sé hins vegar gríðarlega viðkvæm og því skipti öllu máli að fólk haldi sig við slóða en æði ekki beina sjónlínu yfir viðkvæman gróðurinn. Mikilvægt sé að fólk taki með sér kort og GPS-tæki fyrir þá sem slíkt eiga. „En aðallega bara að vera ekki að fara þarna nema í góðu veðri. Þetta er til dæmis ekki góð gönguleið í vestanátt vegna þess að þá berst reykurinn þangað og gösin,“ segir Tómas sem bætir því við að öruggast sé að halda sig við Meradalaleið, eða að prófa leið A en þá halda sig utan hættusvæðis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjavík síðdegis Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira