Newcastle tilkynnir Barnes, Silva neitar Al-Ahli og kaupir Jiménez á meðan Zaha fer til Tyrklands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2023 16:31 Marco Silva og Mitrović sem er mögulega á leið frá Fulham. James Williamson/Getty Images Að venju er nóg um að vera á félagaskiptamarkaðnum í Evrópuknattspyrnunni. Newcastle United hefur tilkynnt komu Harvey Barnes á meðan Fulham virðist ætla að ná að halda í þjálfara sinn ásamt því að næla í nýjan framherjann. Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Barnes hefur verið orðaður við undanfarnar vikur og fyrir stuttu var svo gott sem opinberað að hann myndi ganga í raðir Newcastle. Nú hefur félagið staðfest það en Eddie Howe er að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil þar sem Newcastle spilar í Meistaradeild Evrópu. We are delighted to announce the signing of Harvey Barnes from Leicester City on a five-year deal.Welcome to Newcastle United, @harveybarnes97! — Newcastle United FC (@NUFC) July 23, 2023 Barnes kemur frá Leicester City þar sem hann spilaði 187 leiki, skoraði 45 mörk og gaf 32 stoðsendingar. Hann skrifar undir fimm ára samning og kostar Newcastle um 38 milljónir punda, rúmlega sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Fulham hefur staðið í ströngu undanfarið en serbneski framherjinn Aleksandar Mitrović er brjálaður yfir því að fá ekki að fara til Sádi-Arabíu. Á sama tíma hefur Marco Silva, þjálfari liðsins, neitað gylliboði frá Sádunum til þess að vera áfram í Lundúnum. Í dag greindi The Athletic svo frá því að mexíkóski framherjinn Raul Jiménez væri á leið til Fulham frá Úlfunum á litlar 5.5 milljónir punda, 933 milljónir íslenskra króna. Hinn 32 ára gamli Jiménez hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann brákaði á sér höfuðkúpuna undir lok árs 2020. Hann var lengi frá keppni vegna þessa en Fulham vonast til þess að það sé allt að baki og Jiménez geti mögulega fyllt skarð Mitrović sem virðist á leið frá félaginu. Fulham have agreed a £5.5million fee plus add-ons for Wolves striker Raul Jimenez.More from @peterrutzler & @SteveMadeley78https://t.co/WG3gZyjWfu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Þá stefnir í að hinn þrítugi Wilfred Zaha sé loks á förum frá Crystal Palace. Hann hefur spilað með liðinu nærri allan sinn feril ef frá er talið stutt stopp hjá Manchester United og Cardiff City. Hann hefur verið orðaður við Sádi-Arabíu en virðist á leið til Galatasaray í Tyrklandi á frjálsri sölu. Um er að ræða mikið áfall fyrir Palace en Zaha hefur verið þeirra langbesti maður undanfarin átta ár eða svo. Galatasaray are close to an agreement with Wilfried Zaha to sign the winger as a free agent.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 23, 2023 Ítalska úrvalsdeildarfélagið Juventus hefur ákveðið að lána brasilíska miðjumanninn Arthur Melo annað tímabilið í röð. Á síðustu leiktíð fór hann til Liverpool á láni en spilaði aðeins 76 mínútur fyrir aðallið félagsins vegna meiðsla. Hann hefur nú verið lánaður til Fiorentina sem getur keypt hinn 26 ára gamla Brasilíumann að láninu loknu.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Sádiarabíski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Sjá meira