„Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2023 20:42 Sigurður Ragnar var ekki sáttur með að fá aðeins stig í dag. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. „Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum. Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira