FCK vill ekki valda börnum vonbrigðum: „Nei takk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2023 11:31 Þessi fær ólíklega treyju ef hann mætir með skilti með bón um slíka. Getty Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hafa sent frá sér tilkynningu þar sem óskað er eftir því að stuðningsmenn beri ekki skilti þar sem beðið er um treyjur leikmanna að leik loknum. Of mörg börn fari vonsvikin heim. FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.” Danski boltinn Danmörk Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
FCK spilar sinn fyrsta heimaleik á miðvikudaginn kemur þegar Breiðablik heimsækir Parken í Kaupmannahöfn í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. FCK vann fyrri leikinn 2-0 í Kópavogi en sá síðari fer fram eftir helgi og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Í aðdraganda fyrsta heimaleiksins hefur FCK birt yfirlýsingu heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni: „Nei takk við skiltum um treyjur“. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Íslendingarnir í liði FCK, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson, byrjuðu á bekknum en komu báðir inn á í Kópavogi á þriðjudag.Vísir/Hulda Margrét Í yfirlýsingunni segir að farið sé að fordæmi félaga á við Ajax og Slaviu Prag sem hafi áður sent keimlík skilaboð til sinna stuðningsmanna. Hvatningin á bakvið skiltabannið sé aukning á slíkum skiltum og þar sem aðeins í mesta lagi 16 leikmenn spila hvern leik sé óhjákvæmilegt að margir fari vonsviknir heim á 40 þúsund manna vellinum. Leikmenn séu settir í erfiða stöðu með því að gefa einhverjum á kostnað annars með slíkt skilti og börn fari vonsvikin og treyjulaus heim af vellinum. Leikur FCK og Breiðabliks er klukkan 18:00 á miðvikudaginn 2. ágúst og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Evrópuleikir KA gegn Dundalk, sá fyrri í kvöld hér heima klukkan 18:00 og sá síðari eftir slétta viku ytra, klukkan 18:45 fimmtudaginn 3. ágúst, verða einnig sýndir beint á Stöð 2 Sport. Yfirlýsing FCK af heimasíðu félagsins „Nei takk við skiltum um treyjur Frá og með komandi keppnistímabili vill FC Kaupmannahöfn ekki fá skilti með beiðnum um treyju frá leikmönnum fyrir heimaleikina á Parken eða á útivelli, eins og hefur verið kynnt meðal annars hjá Ajax og Slavia Prag. Ákvörðunin stafar af því að hvorki er mögulegt fyrir leikmenn né félagið að verða við hinum fjölmörgu óskum og valda því mörgum börnum vonbrigðum sem mæta með von um að fá treyju. Skiltum hefur fjölgað mikið undanfarin misseri og því miður eru mörg börn sem hafa slæma reynslu af því að bera skilti. Jafnframt eru leikmenn settir í erfiða stöðu vegna þess að þeir geta ekki uppfyllt óskina og eru litnir neikvæðum augum vegna þess að þeir þurfa að segja nei við mörgum beiðnum. Við vonumst eftir skilningi og skiljum að sjálfsögðu að margir vilja treyju frá leikmanni og enn er leyfilegt fyrir leikmenn að velja að gefa aðdáendum treyju en það verður án skilta.”
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira