Þetta var áttunda mótið í röð sem Verstappen vinnur, en aðeins einn annar ökumaður í sögunni hefur áður náð þeim árangri að vinna átta mót í röð. Það var Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem endaði á að næla í níu sigra í röð árið 2013 en hann var einmitt einnig ökumaður Red Bull.
Yfirburðir Red Bull í Formúlu 1 hafa verið algjörir í ár og er liðið með meira en tvöfalt fleiri stig en Mercedes sem kemur næst í baráttunni.
Red Bull's march towards the title continues #BelgianGP #F1 pic.twitter.com/ABHityvTju
— Formula 1 (@F1) July 30, 2023
Svipaða sögu er að segja af keppni ökumanna þar sem Verstappen er í algjörum sérflokki, með 314 stig, en næsti maður á blað er samherji hans hjá Red Bull, Sergio Perez, með 189 stig.
Max is in a class of his own currently #BelgianGP #F1 pic.twitter.com/aQFAVap2Ho
— Formula 1 (@F1) July 30, 2023