Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 06:45 Kópavogur hefur tilkynnt gríðarlegar gjaldskrárhækkanir í leikskólunum. Hjá Helen hækkar gjaldið um 15 þúsund krónur á mánuði. Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis. Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis.
Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira