Williams var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að skipuleggja og standa fyrir því að svíkja út fimm milljónir dollara út úr sjúkratryggingakerfi NBA deildarinnar.
Williams var höfuðpaurinn í svikamyllu þar sem fyrrum leikmenn deildarinnar sendu inn falska reikninga til að fá útborgað úr tryggingakerfi NBA.
Former Louisville basketball player Terrence Williams gets 10-year sentence, must pay heavy restitution, after federal conviction for defrauding NBA https://t.co/vBwmYOBTku
— Eric Crawford (@ericcrawford) August 3, 2023
Hann var í hópi tuttugu manns sem voru ákærðir í þessu fjársvikamáli en þar á meðal voru þekktir NBA leikmenn eins og þeir Sebastian Telfair, Darius Miles og Glen “Big Baby” Davis.
Saksóknarar sögðu að Williams hafi skipulagt allt saman og hafi sjálfur grætt að minnsta kosti þrjú hundruð þúsund dollara, fjörutíu milljónir íslenskra króna, í greiðslum undir borðið frá þeim sem nýttu sér svikamyllu hans.
Telfair og Miles hafa viðurkennt sekt sína og bíða eftir dómi.
Williams fékk þennan þunga dóm vegna hversu langt hann gekk í svindlinu. Á árunum 2017 til 2021 þá leitaði hann uppi aðra NBA leikmenn, falsaði undirskriftir þeirra, þóttist vera starfsmenn í heilbrigðiskerfinu og leitaði uppi heilsgæslufyrirtæki til að búa til fölsk bréf um þörf leikmanna á læknishjálp. Allt til þess að reyna að svíkja pening út úr sjúkratryggingakerfi NBA deildarinnar.
Terrence Williams var valinn ellefti af New Jersey Nets í nýliðavalinu 2009. Hann lék í deildinni frá 2009 til 2013, alls 153 leiki þar sem hann var með 7,1 stig að meðaltali í leik.
Ex-NBA player Terrence Williams sentenced to 10 years in prison for defrauding league health care plan. pic.twitter.com/b2xESGnXo0
— NBA Latest (@nba_latest_) August 4, 2023