Kæra mann fyrir kajakferð út í Surtsey Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2023 13:03 Sigrún Ágústdóttir er forstjóri Umhverfisstofnunar. Vísir Umhverfisstofnun hefur kært mann sem fór í óleyfi út í Surtsey og birti myndband af ferðinni á samfélagsmiðlinum TikTok, til lögreglu. Forstjóri Umhverfisstofnunar beinir því til fólks að virða eyjuna. Ferðir þangað í leyfisleysi geti varðað fangelsi. Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“ Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Ágúst Halldórsson, birti myndbandið fyrir um viku síðan á TikTok. Í myndbandinu sést bæði náttúra Surtseyjar og Ágúst sjálfur. Við myndbandið skrifar hann að hann sé fyrstur í heiminum til að róa kajak út í eyjuna. Surtsey varð til fyrir um sextíu árum í neðansjávargosi. Menn urðu gossins fyrst varir að morgni 14. nóvember 1963 en það hélt áfram í meira en þrjú ár. Eyjan er friðuð og fær enginn að fara þangað nema brýn nauðsyn sé til. Ágúst vildi ekki ræða málið við fréttastofu að svo stöddu og sagðist vilja lesa kæruna fyrst. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir leyfi til að fara út í eyjuna fyrst og fremst veitt í vísindaskyni. Ágúst hafi ekki haft slíkt leyfi. @agusthall Fyrstur í heiminum til að róa á kayak út í Surtsey. Surtsey varð til í eldgosi árið 1963. I Wanna Be Adored - The Stone Roses „Surtsey er svona lifandi rannsóknarstofa, þar sem við erum að fylgjast með hvernig lífverur nema land í eyjunni. Þetta var ákveðið strax við friðlýsingu Surtseyjar,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. „Markmiðið er sem sagt að fylgjast með því, án utanaðkomandi truflana. Þess vegna er búnaður meðal annars hreinsaður áður en farið er í land í eyjunni.“ Lögregla ákveði næstu skref Að fara út í eyjuna án leyfis geti verið refsivert. „Það getur verið sektir eða fangelsi. Það er auðvitað bara lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að meta hvað er viðeigandi viðbrögð í þessu máli.“ Friðlýsingarskilmálar Surtseyjar séu strangari en gengur og gerist, vegna sérstöðu hennar. „Fólk er almennt velkomið á friðlýst svæði, sem eru fjölbreytt og skemmtileg. Þannig að þetta er óvenjulega strangt.“ Sigrún er með einföld skilaboð til þeirra sem gætu látið sér detta í hug að leika Surtseyjarförina eftir. „Bara bera virðingu fyrir þessari eyju, eins og oftast er gert.“
Surtsey Lögreglumál Umhverfismál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira