UNESCO er ekki að leggja til bann á snjallsímum í skólum Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 09:30 Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Í enda síðustu greinar minnar á Vísi um snjalltæki í apríl sagðist ég mögulega ætla að henda annarri samantekt um rangfærslur um snjalltækjanotkun. Ég var farin að vona að ég myndi sleppa þar til á næsta ári. En nú er landið að fara á hjörunum af því að UNESCO er búið að leggja til að banna snjallsíma í skólum. Ánægja landsmanna með þessa ákvörðun UNESCO er mikil. Eina vandamálið er að UNESCO hefur ekki lagt þetta til. Ég vona að þjóðin sökkvi ekki í mikið þunglyndi við þá uppgötvun og að ráðuneytið sé ekki búið að skipa vinnuhóp til að framfylgja þessu. Það sem UNESCO leggur til er að tækni þar með talin snjallsímar verði einvörðungu notuð til uppbyggingar á þekkingu í kennslustundum. Þetta er skýrt á síðu UNESCO: „The 2023 Global Education Monitoring Report has just released a call for technology only to be used in class when it supports learning outcomes, and this includes the use of smartphones.“ . Athugið „class“, ekki „school“ þannig að UNESCO er ekki að segja neitt um notkun utan kennslu. Á íslensku: Tækni á aðeins að nota í kennslu þegar það styður við hæfniviðmið, og þetta á líka við um snjallsíma. Það er heldur ekki satt að eitt af hverjum fjórum löndum hafi bannað snjallsíma í skólum en í skýrslunni stendur: „Analysis for this report shows that, globally, almost one in four countries has introduced such bans in laws or policies. In particular, 13% of countries have laws and 14% have policies that ban mobile phones.“ Það þýðir að 13% hafa bannað og 14% hafa einhvers konar bannstefnu. Stefna og bann er ekki það sama. Þetta er annars mjög áhugaverð skýrsla, bara 427 síður og má finna á https://www.unesco.org/gem-report/en/technology. Þar eru jákvæðir kaflar eins og „Mobile learning devices can complement education in certain settings“, „Digital technologies appear to improve student engagment“ og skemmtilegu kafli um hvernig tækni hjálpar fötluðum nemendum að læra og hvernig sú tækni er að færast í farsímana. Á Íslandi hefur nær ekkert verið rætt um hvernig símabann myndi hafa áhrif á fatlaða nemendur. Það má vel vera að það eigi að banna snjallsíma í skólum en UNESCO hefur ekki lagt til neitt símabann. Þangað til næst (það væri gaman ef það yrði ekki á þessu ári): Ekki trúa öllu sem þér er sagt! Höfundur er sálfræðingur, hugbúnaðarsérfræðingur og krossgátuhöfundur.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun