„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 10:30 Ásta Eir Árnadóttir og Nadía Atladóttir, fyrirliðar Breiðabliks og Víkings. Ásta var á hækjum á blaðamannafundi í gær og afar ólíklegt er að hún verði með í bikarúrslitaleiknum annað kvöld. vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira