Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis í dag en hann stýrði Stjörnunni í átta ár og er eini þjálfarinn sem hefur gert karlalið Stjörnunnar að Íslandsmeisturum.
Rúnar Páll getur í kvöld endað áratugsbið Fylkismanna eftir sigri í efstu deild á móti Stjörnunni.
Fylkir tekur á móti Stjörnunni í lokaumferð 19. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Liðin hafa mæst fimmtán sinnum í efstu deild frá þessum leik og Stjarnan hefur unnið tólf en þrír hafa endað með jafntefli. Markatalan er 33-9, Stjörnumönnum í vil. Stjarnan hefur tekið 93 prósent stiganna í leikjunum eða 39 af 42.
Liðin gerðu 2-2 jafntefli fyrr í sumar en þá stýrði Rúnar Páll Fylkisliðinu á sínum gamla heimavelli í Garðabænum. Hann var mjög nálægt því að enda biðina þá en Emil Atlason jafnaði metin fyrir Stjörnuna á þriðju mínútu í uppbótatíma.

- Síðustu leikir Fylkis og Stjörnunnar í efstu deild karla:
- 2023 í Garðabæ: 2-2 jafntefli
- 2021 í Garðabæ: Stjarnan vann 2-0
- 2021 í Árbæ: 1-1 jafntefli
- 2020 í Árbæ: 1-1 jafntefli
- 2019 í Árbæ: Stjarnan vann 4-1
- 2019 í Garðabæ: Stjarnan vann 5-1
- 2018 í Árbæ: Stjarnan vann 2-0
- 2018 í Garðabæ: Stjarnan vann 3-0
- 2016 í Árbæ: Stjarnan vann 2-1
- 2016 í Garðabæ: Stjarnan vann 2-0
- 2015 í Garðabæ: Stjarnan vann 1-0
- 2015 í Árbæ: Stjarnan vann 2-0
- 2014 í Árbæ: Stjarnan vann 3-1
- 2014 í Garðabæ: Stjarnan vann 1-0
- Samtals frá 2014 til 2023:
- 12 Stjörnusigrar
- 3 jafntefli
- 0 Fylkissigrar
- 33 Stjörnumörk
- 9 Fylkismörk
- 39 Stjörnustig
- 3 Fylkisstig