„Murielle er besti framherjinn í deildinni“ Dagur Lárusson skrifar 15. ágúst 2023 22:26 Donni var sáttur. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur er að elta toppliðin tvö á meðan Tindastóll er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira