Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 10:54 Francina Armengol, þingmaður Sósíalistaflokksins, (f.m.) brosmild eftir að hún var kjörin þingforseti í morgun. Armengol var áður forseti sjálfstjórnarhéraðs Balear-eyja. Vísir/EPA Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Pattstaða hefur verið í spænskum stjórnmálum eftir að engum flokki eða blokk tókst að tryggja sér meirihluta þingsæta í kosningum sem fóru fram 23. júlí. Vendingar sem urðu eftir að þing var sett í dag gætu greitt götu Sánchez til að mynda nýja minnihlutastjórn vinstri flokka. Sósíalistar tefldu fram Francinu Armengol sem þingfosetaefni í neðri deild þingsins. Ljóst var að atkvæði þingmanna katalónskra flokka sjálfstæðissinna ættu eftir að ráða úrslitum þar sem vinstri blokkinn undir forystu sósíalista annars vegar og hægri blokkin undir forystu Lýðflokksins hins vegar höfðu jafnmörg atkvæði. Á endanum greiddu þingmenn bæði Saman fyrir Katalóníu (k. Junts per Catalunya), róttæks flokks katalónskra sjálfstæðissinna, og Vinstrilýðveldissinna Katalóníu (ERC) Armengol atkvæði sitt þannig að hún náði kjöri með meirihluta atkvæða. Leiðtogi Junts er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sem hefur verið í útlegð allt frá því að stjórn hans lét halda ólöglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins árið 2017. Ekki á vísan að róa fyrir myndun ríkisstjórnar Stuðningur Katalónanna var þó ekki ókeypis fyrir Sánchez. Spænska dagblaðið El País segir að hann hafi lofað að auka veg héraðsmállýskna eins og katalónsku á þinginu og rannsaka nánar njósnir um katalónska sjálfstæðissinna í svokölluðu Pegasus-máli. Ekki er ljóst hvað verður um kröfur sjálfstæðissinnanna um frekari sakaruppgjöf fyrir þá sem komu nálægt þjóðaratkvæðagreiðslunni ólöglega fyrir sex árum. Sánchez hefur þegar náðað fjölda leiðtoga aðskilnaðarsinnna til þess að draga úr spennunni í sjálfstjórnarhéraðinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Puigdemont varaði Sánchez þó við því að ganga að stuðningi sínum við nýja stjórn sem vísum. Hann vildi sjá stjórnina standa við fyrri loforð sín áður en hann veitti Sánchez og félögum frekara brautargengi. Jafnvel þó að Sánchez tækis að mynda nýja minnihlutastjórn með vinstribandalaginu Sumar og fjórum minni flokkum yrði slík stjórn alla tíð háð duttlungum Puigdemont. Hann hefur meðal annars krafist þess að landsstjórnin gefi leyfi fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. Enginn vilji er fyrir því hjá sósíalistum eða Lýðflokknum og Puigdemont er afar óvinsæll á landsvísu.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5. júlí 2023 11:27