„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 12:31 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. „Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira