Þetta staðfestir ríkissaksóknari við Morgunblaðið.
Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi með líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant.
Hún kærði ákvörðun héraðssaksóknara á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið
Í rökstuðningi ríkissaksóknara kemur fram að hægt hefði verið að afla frekari gagna en embættið telji þó að það breyti ekki sönnunarstöðu málsins. Því sé ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn.
Ekki komin ákvörðun í fjárkúgunarmálinu
Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun í kjölfar ásakana hennar á hendur þeim. Í júní felldi héraðssaksóknari rannsókn á því máli niður á grundvelli þess að það væri ekki líklegt til sakfellingar.
Vítalía fagnaði niðurstöðunni og sagði hana staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu.
Í frétt Morgunblaðsins segir að mennirnir þrír hafi kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, sem hafi málið enn til skoðunar.