Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 11:27 Sandra ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hæðin sem hann bjó á hefur verið rifin. Dýrfinna Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur. „Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur. Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
„Við sáum allt í einu appelsínugul augu ofan á brunarústunum og vissum að þetta væri einn kötturinn sem við vorum að leita að,“ segir Sandra Jóhannsdóttir, ráðgjafi og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu. Samtökin hafa leitað að týndum köttum sem áttu heima í húsinu sem brann á sunnudaginn, 20. ágúst. Fjölmargir bjuggu í húsinu sem er ósamþykkt sem íbúðarhúsnæði og er gjörónýtt eftir brunann. Enginn lést eða slasaðist en fjórir kettir íbúanna týndust. Sandra segir að Dýrfinna hefði fengið það staðfest að slökkvilið hefði bjargað tveimur köttum af þaki hússins á meðan á slökkvistarfi stóð. Þriðji kötturinn hafði sést á svæðinu kvöldið eftir brunann, mjög hræddur. En Dýrfinnu og eiganda tókst ekki að ná honum. Síðan þá hafa sjálfboðaliðar gengið um svæðið á kvöldin með vasaljós og komið fyrir fellibúrum til að reyna að ná týndu köttunum. Bjóst ekki við að fá hann aftur Á þriðjudagskvöld, 22. ágúst, fannst Koddi, hálfs árs köttur, þegar sjálfboðaliðarnir voru að ganga eftir Hvaleyrarbrautinni ofan við húsið. „Við kölluðum til hans og hann byrjaði strax að spjalla við okkur. En hann var augljóslega mjög hræddur,“ segir Sandra. „Við hringdum strax í eigandann og við gátum ekki farið inn á svæðið. Um leið og hann heyrði röddina í henni byrjaði hann að mjálma enn hærra og að lokum tókst að koma honum niður og í fangið á henni.“ Sandra segir í raun ótrúlegt að Koddi hafi komist aftur heim. Hann sé inniköttur og heimili hans sé í raun horfið. „Hæðin sem hann bjó á er ekki lengur til. Það er búið að rífa hana alla. Hann var á þakinu sem næst íbúðinni sinni,“ segir Sandra. Það hafi verið átakanlegt að sjá hann þarna en núna sé hann öruggur og á leiðinni í skoðun hjá dýralækni í dag. Sandra segir að þetta hafi verið ómetanlegt fyrir eigandann. „Hún bjóst ekki við því að sjá hann aftur,“ segir Sandra. Leitin heldur áfram Aðspurð um stöðuna hjá eigendunum, sem eru núna orðnir heimilislausir, segir Sandra að þeir séu að reyna sitt besta. Allir séu núna á heimilum þar sem þeir geta verið með ketti. Þrír kettir eru ófundnir, Stormie, Ogis og Sæti, einn þeirra sást kvöldið eftir brunann og Dýrfinnu hafa borist ábendingar um kött sem líkist Ogis nálægt verslun Krónunnar á Hvaleyrarbraut. Dýrfinna mun því halda áfram að vakta svæðið og leita að köttunum þremur.
Bruni á Hvaleyrarbraut Dýr Dýraheilbrigði Kettir Hafnarfjörður Gæludýr Tengdar fréttir Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55 Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 22. ágúst 2023 10:55
Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 21. ágúst 2023 16:55