Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 23:01 Höskuldur var í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni í Sportpakka kvöldsins. Vísir/Steingrímur Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira